Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 60

Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 60
væri þaö í nokkuð bjagaðri mynd, sem von var, er bækur voru ekki leng- ur fyrir hendi. Með þessum breyting- um, sem þarna voru gjörðar á guðs- þjónustunni, var rofin hin gamla hefð kirkjunriar, sem haldizt hafði fram að því. Verður ekki nánar að því vikið hér, en vísað í fyrrnefnda grein dr. Björns Magnússonar. III Er kom fram yfir miðja seinustu öld, var tekið að bera allmikið á almennri óánægju með handbók presta, sem þá var komin nokkuð til ára sinna og þótti úrelt orðin, - ekki lengur í takt við tímann. Þá sat á biskupsstóli Pétur Pétursson, sem í biskupsdómi sínum létallmikiðtilsíntakainnrimál kirkjunnar, ekki síður en hin ytri. Hann greip til þess ráðs að gefa út nýja handbók presta, „Handbók fyrir presta á íslandi. Endurskoðuð", sem prentuð var árið 1869 og aftur árið 1879. Sú bók vakti litla ánægju presta, enda var hún tilkomin á næsta óvenjulegan hátt. Bókin varað mestu sniðin eftir tillögu, sem Mynster bisk- up hinn danski hafði lagt fram um aldarfjórðungi fyrr í Danmörku, en fékk ekki lögfesta1. Auk þess hafði íslenzka prestastéttin alls ekki verið höfð með í ráðum og fékk ekkert um málið að fjalla á undirbúningsstigi þess. Mæltist það að vonum illa fyrir, og margir lágu biskupi á hálsi fyrir vikið2. Má nærri geta hvernig 1) UdkasttilenAlterbog. Kh. 1840. 2) Sjá t. d. „Verði ljós!“, 1898,1. tbl:, bls. 5-6. 298 slíkum tiltektum biskups yrði tekið í okkarsamtíð. Mun því fljótt hafa farið að bera á óánægju með bókina og háværar raddir að heyrast um, að breytinga væri þörf. IV Eitt af því, sem mikið var fundið að, var hið þrönga textaval á pistlum og guð- spjöllum kirkjuársins, en þá varaðeins um einfalda röð hvorstveggja að ræða. Þótti mörgum nauðsynlegt að gjöra hér breytingar á. Sumir vildu fjölga textum, taka upp fleiri texta- raðir, en aðrir vildu stíga skrefið til fulls frjálsræðis og gefa textaval al- gjörlega frjálst. Enn vildu sumir á- kveða textaröðina í upphafi hvers árs. Árið 1845, 18. maí, hafði biskupuro danska ríkisins verið veitt heimild til þess að leyfa prestunum að prédika út frá pistlum í stað guðspjalls eða jafn- vel prédika út frá öðrum textum Nýja testamentisins eða Fræðum Lúthers hinum minni, nema á föstunni. Þessi heimild hafði aldrei verið send biskupnum yfir íslandi. Þess vegna virtist óljóst, hvort hún gilti einnig hér á landi. Þess vegna ritaði Pétur biskup landshöfðingja bréf 14. júní árið 1880, þar sem hann fer þess á leit, að þessi heimild verði einnig látin ná til ls' lands3. Landshöfðingi sendi þessa beiðni biskups áfram til ráðuneytisins með meðmælum sínum, og 16. októ- ber sama ár berst svar ráðgjafans fynr ísland, þar sem segir svo: 3) Bps. C, III, 53:1880,14. júní, No 186.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.