Kirkjuritið - 01.12.1978, Síða 60

Kirkjuritið - 01.12.1978, Síða 60
væri þaö í nokkuð bjagaðri mynd, sem von var, er bækur voru ekki leng- ur fyrir hendi. Með þessum breyting- um, sem þarna voru gjörðar á guðs- þjónustunni, var rofin hin gamla hefð kirkjunriar, sem haldizt hafði fram að því. Verður ekki nánar að því vikið hér, en vísað í fyrrnefnda grein dr. Björns Magnússonar. III Er kom fram yfir miðja seinustu öld, var tekið að bera allmikið á almennri óánægju með handbók presta, sem þá var komin nokkuð til ára sinna og þótti úrelt orðin, - ekki lengur í takt við tímann. Þá sat á biskupsstóli Pétur Pétursson, sem í biskupsdómi sínum létallmikiðtilsíntakainnrimál kirkjunnar, ekki síður en hin ytri. Hann greip til þess ráðs að gefa út nýja handbók presta, „Handbók fyrir presta á íslandi. Endurskoðuð", sem prentuð var árið 1869 og aftur árið 1879. Sú bók vakti litla ánægju presta, enda var hún tilkomin á næsta óvenjulegan hátt. Bókin varað mestu sniðin eftir tillögu, sem Mynster bisk- up hinn danski hafði lagt fram um aldarfjórðungi fyrr í Danmörku, en fékk ekki lögfesta1. Auk þess hafði íslenzka prestastéttin alls ekki verið höfð með í ráðum og fékk ekkert um málið að fjalla á undirbúningsstigi þess. Mæltist það að vonum illa fyrir, og margir lágu biskupi á hálsi fyrir vikið2. Má nærri geta hvernig 1) UdkasttilenAlterbog. Kh. 1840. 2) Sjá t. d. „Verði ljós!“, 1898,1. tbl:, bls. 5-6. 298 slíkum tiltektum biskups yrði tekið í okkarsamtíð. Mun því fljótt hafa farið að bera á óánægju með bókina og háværar raddir að heyrast um, að breytinga væri þörf. IV Eitt af því, sem mikið var fundið að, var hið þrönga textaval á pistlum og guð- spjöllum kirkjuársins, en þá varaðeins um einfalda röð hvorstveggja að ræða. Þótti mörgum nauðsynlegt að gjöra hér breytingar á. Sumir vildu fjölga textum, taka upp fleiri texta- raðir, en aðrir vildu stíga skrefið til fulls frjálsræðis og gefa textaval al- gjörlega frjálst. Enn vildu sumir á- kveða textaröðina í upphafi hvers árs. Árið 1845, 18. maí, hafði biskupuro danska ríkisins verið veitt heimild til þess að leyfa prestunum að prédika út frá pistlum í stað guðspjalls eða jafn- vel prédika út frá öðrum textum Nýja testamentisins eða Fræðum Lúthers hinum minni, nema á föstunni. Þessi heimild hafði aldrei verið send biskupnum yfir íslandi. Þess vegna virtist óljóst, hvort hún gilti einnig hér á landi. Þess vegna ritaði Pétur biskup landshöfðingja bréf 14. júní árið 1880, þar sem hann fer þess á leit, að þessi heimild verði einnig látin ná til ls' lands3. Landshöfðingi sendi þessa beiðni biskups áfram til ráðuneytisins með meðmælum sínum, og 16. októ- ber sama ár berst svar ráðgjafans fynr ísland, þar sem segir svo: 3) Bps. C, III, 53:1880,14. júní, No 186.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.