Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 74

Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 74
ir með neinum öðrum, þótt vér höfum þær yfir. Því þótt unnt sé að rekja ætterni þeirra við nákvæman saman- burð, er eigi unnt að kannast við þær sem hinar sömu og dönsku kollekt- urnar, þegar þær eru hafðar um hönd í kirkjunni. Mér er því ómögulegt að sjá, hvers vegna vér ættum að halda áfram með þær, úr því á annað borð er verið að eiga við nokkra endur- skoðun á handbókinni. Þær hafa ekkert til síns ágætis, ekki aldurinn, ekki það að vera sameiginleg eign kristninnar, ekki það, að hafa orðið til á einhverju sögulegu tímabili, heldur eru þær til orðnar á fremur ógöfugan hátt, eins og þegar hefur verið sýnt fram á. Aftur hafa gömlu kollekturnar alt þetta og margt annað til síns ágætis, og þess vegna finnst mér sjálfsagt, að þær séu nú teknar upp aftur. Eftir því, sem næst verður komist, eru 4 þeirra eftir Leó mikla (440-461), líklega samdar um það leyti, sem hin kristna höfuðborg heimsins skalf af ótta fyrir Attila, -21 eftir Gelasius (492-496) og 27 eftir Gregor mikla (590-604). Vér eigum þær sameiginlega með hinni katólsku kristni, biskupakirkj- unni á Englandi, miklum hluta lút. kirkjunnar á Þýzkalandi og í Ameríku og sænsku þjóðkirkjunni. Það ætti að lagfæra íslenzku þýðinguna eftir latneska frumtextanum, því hún er víða fremur ófullkominn, og gjöra það með tilfinning fyrir fegurð hins kirkjulega þænamáls, svo vér ættum þær á eins hreinni og kjarngóðri ís- lenzku og unt er. Og svo ætti alveg að sjálfsögðu að taka þær upp aftur, en sleppa hinum, sem engan rétt hafa á 312 sér og enga kirkjulega hefð né helgi hafa öðlast. Vona ég, að ekki verði hætt við þessa handbókarendurskoð- un fyrr en þetta hefur verið gjört. Þar næst kemur hiö almenna guðs- þjónustuform til athugunar. Um það er lítið að segja, því breytingarnar eru svo óverulegar og þýðingarlausar, að þær gjöra hvorki til né frá. Bænirnar á undan og eftir prédikun hafa verið of- ur lítið auknar, og kann það að sýnast fremur til bóta. En álitamál er, hvort rétt er að vera að þess háttar breyting- um, hvort það er heppilegt, hvort vér eigum eiginlega með það. Þessar bænir eru annars einkennilegar að eins fyrir dönsku og norsku kirkjuna. I Svíþjóð eru þær ekki hafðar. Fyrst eftir siðaskiftin var guðsþjónustan í Dan- mörku byrjuð eins og títt hafði verið í katólskum sið með introitus eða messuupphafi, sem var eitt eða fle'rl vers úr biblíunni, helzt Davíðssálmum, er sungið var með sérstöku lagi ar söfnuðinum meðan presturinn baðst fyrir í kyrrþey; var sérstakt messu- upphaf fyrir hvern helgan dag, °9 töluvert af hinum guðdómlegu Ijóðum ísraels þannig fléttað inn í guðsþjón- ustuna. En árið 1640 nam Kristján konungur IV allan latneskan kirkjU' söng úr gildi, í stað þess að láta þýöa hann á danska tungu, sem verið hefði hið eina rétta. Voru þá í staðinn fýnr þessi messuupphöf settar tvær baemr fyrir og eftir messugjörðina, og skyim djákni eða meðhjálpari flytja Þaer ! kórdyrum. Eru bænir þessar ekki frumsamdar af neinum dönskum manni, en teknar upp úr þýzkum handbókum, þar sem þær standa eins og aðrar kollektur, og hefur hó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.