Fanney - 01.05.1908, Side 22

Fanney - 01.05.1908, Side 22
20 F A N N E Y. fylgir með«, sagði liinn og fékk henni innsiglað bréf. Að svo mæltu gengu þeir hvat- lega burt og skeltu svo hart hurðinni, að ljósið sloknaði í kerinu og nunnurnar stóðu báðar í myrkrinu. Rétl á eftir heyrðu þær hófadyn, sem smátt og smátt fjarlægðist. Abbadisin bauð dyravarðkon- unni að ltveikja aftur á ljósker- inu. Hún brá við og ætlaði inn í klefa sinn til þess að kveikja, en rak þá fótinn í böggulinn, sem lá á gólfinu, og heyrðist þá úr lionum ungbarnsgrátur. »Herra! Miskunna þú oss!« hrópaði nunnan óttaslegin og gerði krossmark fyrir sér. En barnið grét því hærra, svo að abbadísin skipaði henni að þegja og flýta sér að kveikja. Þegar dyravarðkonan kom með Ijósið, tók abbadísin böggulinn og fór með hann ásamt henni inn í klefa sinn. Þar opnaði hún hann og leysti barnið úr reifun- um; það grét enn og var auð- séð að það var svangt. Abba- dísin fék dyravarðkonunni það til þess að hugga það, en fór sjálf að lesa bréfið, sem gestur- inn fékk henni. Það hafði þau áhrif á hana, að tárin streymdu af auguin hennar. »Systir«, sagði hún, þegar hún hafði lesið bréfið, »þessi nýfædda stúlka er dýrmæt gersemi, sem hinu heilaga klaustri okkar er falið að vernda, og Guð hefir út- valið okkur til þessa miskunn- arverks. Meira má ég ekki segja þér, — alt annað er leyndarmál. Farðu nú og sældu mjólk handa barninu«. Dyravarðkonan fór út úr klef- anum til þess að lilýðnast skip- uninni, og þegar hún lconi aftur með fulla mjólkurflösku, sá liún að abbadísin hafði tekið barnið í kjöltu sína og lét svo dátt að því sem blíðasta móðir. Barnið drakk mjólkina ineð beztu lyst, varð svo rólegt og sol'naði í kjöltu abbadísinnar. Hún lagði það blíðlega í rúmið sitt og vakti yfir því alla nóttina. Hún lét barnið vera lijá sér í klefanum ogbauð einni afnunn- unum að annast það og gefa því geitamjólk. Eftir nokkra daga var barnið skírt af biskupinum í Soissons, lýst undir vernd klaustursins og hinnar heilögu Maríu meyjar, og hlaut nafnið María. Skírnarvott- ar voru abbadísin og skriftafaðir klaustursins, Jerome Mac Mahon, Benediktsreglu-munkur; Að eins þessar tvær persónur fengu að sjá skírnar-attestið, sem biskup- inn bjó til og lagði síðan niður í kassa ásamt bréfinu, sem fylgt hafði barninu, innsiglaði kass- ann og geymdi hann. Ætt barns- ins varþví öllum klausturbúum, nema abbadísinni, hulinn Ieynd- ardómur.

x

Fanney

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.