Fanney - 01.05.1908, Side 28
2(5
F A N N E Y.
7
(BsRirnar þrjár.
(Þýtt úr dönsku).
&
50 N U N G UII nokkur lét eitt
sinn það boð út ganga, að
hverjum aðkomumanni, er
kæmi til hallar hans, skyidi gefa
heilan fisk. Einnig skipaði hann
þjónum sínum að liafa nákvæmar
gætur á, hvernig mennirnir borð-
uðu fiskinn. Borðaði gesturinn
alveg öðrumegin af fiskinum og
sneri lionum síðan við lil þess
að eta það sem var binumegin,
áttu þjónarnir að taka hann fast-
an og selja hann í fangelsi. Síðan
átti að hálshöggva hann eftir þrjá
daga. Konungur leyfði þó föng-
unum að bera fram þrjár óskir,
er hann lofaði við drengskap
sinn að uppfylla. Auðvitað mátti
fanginn ekki óska neins, er orð-
ið gat lil að frelsa líf hans.
Margir menn voru búnir að
láta lííið fyrir lögum þessum,
þegar greiíi nokkur og sonur
hans komu til hallarinnar. f*eim
var geíinn fiskur eins og öðrum.
Greifinn borðaði með góðri lyst.
I^egar hann var búinn að eta alt
öðrumegin af fiskinum og ætlaði
að fara láta upp í sig bita af
hinni hliðinni, þá vissi hann ekki
fyr til, en vopnaðir menn rudd-
ust inn og tóku liann höndum
og lluttu hann í fangelsi. Síðan
voru honum sögð hin hryggi-
legu forlög er biðu hans. Ur-
vinda af sorg og hugarangri bað
sonur greifans konunginn, að
leyfa sér að deyja í stað föður
síns. Konungurinn veilli honum
þá bæn með glöðu geði. Greif-
inn var síðan látinn laus, en
sonur lians settur í varðhald í
staðinn.
Þegar l)úið var að loka greifa-
soninn inni í fangelsinu fór liann
að gefa sig á tal við varðmennina.
»Eins og þú veizt, þá hefi ég
leyfi til að bera fram þrjárósk-
ir áður en eg dey. Farðu því
til konungsins og segðu honum,
að senda dóttur sína og prest
hingað lil mín í varðhaldið, því
ég óski að giftast dóttur hans«.
Konungi þótti ekki goll að
verða að uppfylla þessa ósk fang-
ans, en hann varð að standa
við orð sín. Síðan sendi liann
dóttur sína til varðhaldsins —
luin virlist ekki hafa neitt á
inóti því — og voru þau geíin
saman í beilagt hjónaband.
Saga þessi gerist á þeim tím-
um þegar konungarnir geymdu
gull sitt og gimsteina í kjöllur-
um og turnklefum, eins og þeir
gera sumir enn þann dag í dag.