Fanney - 01.05.1908, Síða 29

Fanney - 01.05.1908, Síða 29
F A N N E Y. 27 Haíi fyrsta ósk greifasonarins verið konungi óþægileg, þá var önnur óskin það ckki síður. — Hann heimtaði hvorki meira né minna en alla fjárhirzlu kon- ungsins eins og hún var. Kon- ungur ætlaði alveg að ganga af göflunum, en hann vildi ekki ganga á bak orða sinna og alt gull og allir gimsteinar hansvoru afhentirgreifasyninum, semundir eins fór að ausa úl fé á báðar hendur og eignaðist hann þannig marga vini meðal hirðmannanna. Konungur fór nú að verða hálf- órólegur ÚL af þessu, og þriðju nóttina sem greifasonurinn var í varðhaldinu, kom honum ekki dúr á auga. Fyrir sólafuppkomu ráfaði hann lil fangelsisíns, og var þá milli vonar og ótta, til þess að heyra hverværi hin þriðja ósk fangans. »Nú«, sagði konungur undir eins og hann var kominn inn í l'angelsið, »segðu mér nú hver þriðja óskin er, svo ég geti upp- fylt hana iljótt og síðan lálið taka af þér höfuðið. Oskirnar þínar fara bráðum að verða mér nokkuð eríiðar«. »Yðar liátign!« svaraði fang- inn. »Eg hefl einungis eina bæn að biðja yður um, og þegar bú- ið er að veita mér hana, verð eg í alla staði ánægður. Húner mjög lítilfjörleg og hljóðar svo: að yðar hátign skipi að stinga lafarlaust augun úr þeim manni, er sá föður minn snúa fiskinum við «. »Með meslu ánægju«, sagði konungur, því honum létti mikið fyrir brjósti við þetta. »Þetta er mjög eðlileg og sonarleg ósk«. Síðan skipaði hann lífverðinum að koma mcð siðameistarann. »Ég hefi ekki séð neitt«, vein- aði veslings siðameistarinn, þeg- ar lífvörðurinn kom með hann. »Ég veit elcki neitt um þetta. Það er skutulsveinninn, sem sá það«. »Komið með skutulsveininn«, skipaði konungur. En skutulsveinninn l'ullvissaði konung með tárin í augunum um, að liann vissi alls ekkert um þetta, en sagði að byrlarinn hlyti að vita um það. Byrlarinn sór sig og sárt við lagði, að hann væri ekki neitt við þetla riðinn og vildi koma öllum vandanum á þjónana, en það varð árangurslaust; þeir þóttust ekkert hafa séð. 1 stuttu máli: enginn hafði séð greifann drýgja glæpinn. í uppþoti því, er afþessu varð, tók konungsdóttirin til máls og mælti á þessa leið: »Ég áfrýja ])cssu máli til föð- ur míns, eins og annars Salóm- ós. Þegar enginn hefir séð greif- ann drýgja glæpinn, hlýturhann að vera saklans. Það er þess vegna réttlátt, að maðurinn minn sé látinn laus«.

x

Fanney

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.