Fanney - 01.05.1908, Síða 38

Fanney - 01.05.1908, Síða 38
36 FANNE Y. I sig, gaf henni þennan kjól. — Hann var enn þá mjallhvítur og jafnfallegur og hann var dag- inn sem hún gekk í honum inn að altarinu. Henni hafði ætíð fundist hún geta séð af öllum eigum sínum, nema þessum kjól, því að við hann var tengd kærasta endurminning hennar. Silkið í lionum var sterkt og dýrt. Engin alþýðukona átti svo dýran og vandaðan brúðarkjól. Hún lét aftur augun örfá augnablik. »Komdu með kjólinn, Jósef- ína«. — Hún strauk höndunum um hvíta lcjólinn, sem lá svo fagurlega ofan á rúminu hennar. »Látið mig sjá hann í síðasta sinn«, sagði hún og bar hann að vörum sínum og kysti hann. Hún hafði liugsað sér, að skilja hann aldrei við sig. En hvað átti hún nú að gera við silki, þegar hún átti tvö börn og hafði ekkert handa þeim að borða? Hún lcysti kjólinn enn einu sinni, val'ði svo klút utan um hann og fékk stúlkunum. »Verið þið nú fljótar, stúlkur, til þess að þið náið áður en lánshúsinu verður lokað, því að annars fáum við enga peninga«. Þegar þær voru farnar, hall- aði hún sér út af og grét eins og bai'n. Allar endurminningar liðna tímans rifjuðust upp í lxuga hennar á þessaii stundu: hin skammvinna gæfa og langvinna neyð. — — Að lítilli stundu liðinni var dyrunum lokið upp. Stúlkurn- ar komu altur með kjólinn. »Við ui'ðum of seinai', mamma; það var búið að loka húsinu«. »Hvað eigurn við nú að boi'ða?« »Það er ekki svo mjög langt til moi'guns. En heyrðu mig, raamrna! Hvað er þetta, sem ég fann áðan í vasanum á kjólnum?« sagði Jósefína og fékk móður sinni bréf. »Hvað er þetta?« »Ég veit það ekki. Er það ekki satt, María? Fundum við það ekki í kjólvasanum?« María litla staðfesti orð systur sinnar. i Móðirin þerraði tárin af aug- um sínum, til þess að sjá betur utanáskriftina á þessu óvænta bréíi. En hún var þá engin. Hvað getur þetta annars verið? Hún opnaði biéfið. Innan í því var þúsund króna seðill og lítið blað, sem þessi orð voru ski’ifuð á: »Hjartanleg heillaósk á brúðkaupsdegi þínum. Og sem lítinn styrk til bú- - skaparbyrjunar sendi ég þér þessa gjöf«.

x

Fanney

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.