Fanney - 01.05.1908, Side 41

Fanney - 01.05.1908, Side 41
F A N N E Y. 39 Margir hundar eru, eins og þið vitið, ósiðlegir i framgöngu og þessi hundur var einmitt af því tægi; hann stökk beint á drenginn, svo að hann datt kylli- flatur á götuna. »Vóv, vóv!« sagði seppi, og það getur vel verið, að það liafi átt að vera sama sem: »Fyrirgefðu óhappið !« — en það gat líka al- veg eins verið eitthvað annað; — hann stökk svo áfram eins og ekkert liefði í skorist. »Vertu sæll og þökk fyrir sam- veruna!« sagði þá tvíeyringurinn; »nú vell ég út í víðan geiminn!« Og svo valt hann og valt, þang- að til hann komst ofan i bik- svart sorpræsi og þar lá hann, sótsvartur af eintómri örvilnan út af þessari veltisýki sinni. I’egar drengurinn sá tvíeyr- inginn hverfa, fanst honum það vera það snjallasta, sem liann gæti gert, að gráta, og hann gerði það líka. Múg og margmenni dreif nú skjótt að og safnaðist í kringum hann, og aldraður maður, vin- gjarnlegur á svip, spurði hann, af hverju liann væri að gráta. »Hú, hú«, sagði drengurinn, »ég týndi tvíeyring«. »Sér er nú hvað!« sagði vin- gjarnlegi maðurinn (hann heyrði hálíilla); »liann hefir týnt tíeyr- ing«. »Hvað sagð’ hann?« spurði annar maður; hann hafði góða heyrn, en stóð svo utarlega í þrönginni. »Hann segist hafa týnt krónu«, svaraði maður, sem slóð lijá spyrjandanum; hann hafði ekki hejut neitt fremur en liinn, en vildi samt ekki láta liera á fá- vizku sinni í þessu efni. »Sér er nú hvað!« sagði öldruð kona og þurkaði sér um augun, af því að liún liélt að þau væru tárvot. »Ef liann liefir týnt krónu, þá verður liann víst bar- inn þegar hann kemur heim«. »Hvað er að tarna! Hvað er um að vera hér?« spurði gild- vaxin maddama, sem kom þar að lilaupandi. »það hefir einhver barið dreng þarna«, svaraði önnur jafngild- vaxin og forvitin, og jafnfróð líka eins og sú sem spurði. »Barið dreng! Ósköp eru að heyra þetla! En hvað mennirnir geta verið vondir í heiminum! . . . . Nú, nú, strákur! Geturðu ekki passað betur tréskóna þína, svo að þeir séu ekki að trampa á fótnnum á mér«, tók liún fram í fyrir sjálfri sér og gaf litla syndaranum duglega utan undir! Nú voru allar götur troðfullar af fólki, svo að öll umferð slöð- vaðist; þá kom lögregluþjónn þar að, og þegar hann sá þetta margmenni, Iiugsaði hann með sjálfum sér: Hér er víst eitthvað alvarlegl á seiði; það er bezt að blása á lijálp, og svo blés liann. /

x

Fanney

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.