Fanney - 01.05.1908, Side 45

Fanney - 01.05.1908, Side 45
F A N N E Y. 43 Draumur veika barnsins. (Úr pýzkn). LUKKAN var nýbúin að I slá ellefu að kveldi, og friður og speld hvíldi yfir þorp- inu. Við skygnumst inn í svefn- herbergið í liúsi einu. Þar lieyr- ist ekkert nema ganghljóð klukk- unnar á veggnum. Við og við gægist máninn inn um gluggann og varpar Iileiku geislunum sín- um inn á lítið rúm, sem stendur í herberginu. En hann felur sig brátt aftur á bak við skýin, og lýsir þá ekkert annað lierbergið en lítill lampi, sem stendur á borðinu. Fyrir framan rúmið litla silur móðir, hrygg á svip og með tár á kinnum. í rúminu liggur veikt barn, og veldur slíkt jafnan sorg og kvíða góðum mæðrum. Þegar hún er búin að gefa drengnum sínum nýtt lyf, fær hann dá- lilla værð og sofnar. Hún er búin að vaka margar nætur yfir drengnum. Er hún því bæði þreytt og syfjuð, og sofnar út af þar sem hún silur. En varla var liún búin að loka augunum þegar barnið tók að hljóða og stynja. Hún hrökk þegar upp af mókinu, því að móðureyrað er þunt, einkum þcgar eittlivað amar að. * »Mamma, mamma!« stundi barnið, »sérðu hann ekki?« »Hvern þá, hjartað mitt?« spurði móðirin. »Stóra, svarta l'uglinn!« »Það er bara skuggi á veggn- um; sofnaðu nú aftur, engillinn minn, — sofnaðu aflur!« Barnið sofnaði brátt aftur; en eftir dálitla stund hrökk það við enn og reis upp, breiddi út faðminn, eins og það ætlaði að grípa í móður sína, og bljóðaði angistarlega: »Mamma, hann flýgur nú að mér; rektu liann í burtu! —Æ, nú ætlar hann að höggva í mig með nefinu!« Nú varð móðir drengsins lilla hrædd. Hún tók hann upp úr rúminu, söng við hann og sagði blíðlega: »Sjáðu, það er enginn fugl þarna, drengurinn minn; ég er einsömul hjá þér«. Hún kysti hann á kinnina og sagði honum frá góðu engl- unuin, sem vaka lijá börnunum og gæta þeirra; þeir standa við höfða- og fótagaflinn á rúmuni litlu barnanna og bægja frá þeim öllu grandi.

x

Fanney

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.