Fanney - 01.05.1908, Side 47

Fanney - 01.05.1908, Side 47
FANN E Y. 45 IY. Myiulun TÍnanda. I T T af þeim næringar- efnum, sem nauðsynleg eru mannlegum líkama, er sykur- efnið. Pað kemur víða fyrir í jurta- ríkinu, t. d. í ávöxtum, berjum, sykurreyr, korni og kartöflum, og það er einkum það, sem gerir all þetla svo nærandi. begar sykurrík jurtaefni verða fyrir áhrifum hita og vætu, taka þau að rotna eða ólga, og kem- ur þá fram vínandi. IJað verður á þann hátt, að sykurefnið lireytist og skiftist í kolsýrugas og vínanda; kolsýru- gasið gufar upp, en vínandinn verður eftir. I’essi fóðurefni haí'a þannig inist næringargildi silt, af því að sykurefnið er horfið og orðið að vínanda og kolsýru. Af þessu sjáum við, að vín- andinn myndast við skemd og rotnun. Eitt af þeim heztu l’óð- urefnum, sem Guð hefir skapað í náttúrunni, verður fyrst að uppleysast og eyðast til þess að vínandi myndist. Og til þess að búa til áfenga drykki fara árlega mörg þúsund tunnur af lcorni og kartöflum. Y. Áfeugi og melting. Margir drekka vín með mat, af því að þeir halda að það styrki meltinguna. Við skulum nú athuga, hvorl því sé þannig farið. Meltingin er í því fólgin, að maturinn uppleysist í maganum og myndar svo og viðheldur hinum ýmsu hlutum líkamans. Það, sem uppleysir matinn í maganum, er munnvatnið og magavökvinn. En fyrst svo er, að aðalstarf meltingarinnar er uppleysing, þá er það auðsætt, að það, sem á að styðja meltinguna, verður að liafa uppleysingarafl. Valnið hefir þann eiginleika, að leysa sundur næringarefnin, og þess vegna er það haft í ilestan mal og stundum með honum. Áfengið hefir aftur á móti þann eiginleika, að það herðir fæðuna og gerir uppleysinguna erfiðari. Og með því hindrar það og tefur meltinguna. Næst verður atliugað, liver á- hrif áfengið hefir á helztu efnin, sem fólgin eru í fæðunni. (»Magne«).

x

Fanney

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.