Jörð - 01.12.1931, Side 13
Jörð] INDLAND OG INDVERJAR 97
þá langt til jafnað. En sá er galli á gjöf Njarðar, að
lítt þykir »þar í sveit« eigandi undir að stytta nautgrip-
u'm aldur; slík er helgi á þeim höfð. — Inn flytja Ind-
verjar að mun minná en út er flutt; sitja Englendingar
aðallega að þeim kola. Er' innflutningur fyrst og fremst
baðmullardúkair og því næst aðrar verksmiðjuvörur. Áð-
ur fyr voru Indverjar frægir fyrir dúkagerð. Á síðustu
árum er risin sterk þjóðleg alda heimilisiðmðaí', sem
kreppir heldur að innflutningi Englendinga. Auk þess er
verksmiðjuiðnaður talsverður og til muna vaxandi.
/
Rímkrar í IndUindÍ. — Allstaðar í Indlandi, þar sem koma
má við áveitu, eru rísakrarnir; enda rísið aðalfæða Suður- og
Austur-Asíumanna. Nota þeir rísið með mórauða hýðinu, og' er
í hinu síðarnefnda megnið af »betri« efnunum: holdgjafa, fjörefn-
um og steinefnum, að ógleymdum úrgangsefnunum. (Sjá greinina
»Alhæfing mataræðis á íslandi«, seinna í heftinu).
Þrátt fyrir þetta er ekki teljandi framför enn í at-
vinnulífi Indverja. Hjakkar aðalatvinnuvegurinn, sveita-
búskapur, enn í ævagömlu fari; og verður á meðan því
háðari »dutlungum« náttúrunnar, sem sveitirnar verða
þéttar setnar; en íbúar landsins hafa þrefaldast að tölu
síðastliðna öld. Þegar regntímanum seinkar, eða úrkom-
an er eitthvað rýrari en í meðallagi, bitnar það á upp-
skerunni, sem í meðalári má ekki minni vera til þess, að
almúginn tóri. Er talið, að fimmta hvert ár sé mannfellir
í einhverju héraða landsins; ogáöldinni, sem leið, er sagt,
að hungursneyð hafi geysað um gervallt land til jafnaðar
12. hvert ár. Á 1. áratug 20. aldarinnar létu 19 miljónir
Indverja lífið fyrir hungurs sakir.