Jörð - 01.12.1931, Page 87
Jörð] TANNPÍNA OG TAUGAVEIKLUN 163
algengara en áður var. Og verði öðrum lifnaðarháttum
breytt til bóta í samræmi við þetta, — þá mun verða
hraust fólk og fagurt á íslandi.
Um tannpinu og tannátu er svipað að segja. Vísindl
síðustu ára hafa leitt í ljós, að kalkið og fosfórinn í fæð-
unni (mjólk o. fl.) megnar ekki að bindast saman til
beinmyndunar, nema nægilegt sé af fjörefnunum A og C
og D. A og D er einkum í mjólk (rjóma, sméri), lýsi',
eggjum og sumu grænmeti, en C í grænmeti og aldinum.
Jafnframt því sem menn hafa lært á síðustu árum,
hvaða matur það er, sem bezt styrkir tennurnar, þá hefir
hin gamla hugmynd um slcaðsemi sætinda hlotið vísinda-
lega staðfestingu, þó að ekki séu hollustuáhrifin öll bein-
linis með þeim hætti sem menn héldu. Hafa menn lengst-
um litið svo á, að sykurinn ynni óheillaverk sitt beinlínis
með því að setjast í tennurnar; en sannleikurinn mun sá,
að áhrifiri verða einkum af ofsætum líkamsvessum (blóði
o. fl.). Stafar af því beinameirnun yfirleitt sem og tauga-
skemmdir og þó víst einkum í heila. En tennurnar verða
einna verst úti.
óhollusta sætinda mun standa í sambandi við það, að
að kolvetni þurfa fjörefnið B með sér, til þess að notast;
að öðrum kosti »brenna« þau ekki; líkamsvessarnir vei'ða
of sætir. Mélmatur allur, að undanteknu hýði og kími, er
eintómt kolvetni, flókið að samsetningu, og kemst ekki í
blóðið fyrr, en meltingarvökvarnir eru búnir að breyta
honum í sykur. Með tilliti til alls þessa virðist engan veg-
inn fráleitt að láta sér til hugar koma, að hvítt hveiti og
hvít hrísgrjón verki á svipaðan hátt og sætindi á tennur
og önnur bein, eins og allt þetta skaðar tauga^tyrk
manna og jafnvel greind af framangreindri ástæðu. Ber
mjög að sama brunni um orsakir tannskemmda og tauga-
veiklunar, ög þó ekki að öllu leyti.
Minni sætindi, miklu minna af hvítum mél- og grjóna-
mat; meira af mjólk, eggjum og lýsi, grænmeti og aldin-
um... í einu orði sagt: náttúrlegum alhæfum mat; þar á
meðal harðfiski, sem vitanlega gefur tönnunum hina ár