Jörð - 01.12.1931, Side 71
JSrð] LÆKNISDÓMUR NATTÚRUNNAR 147
hverskyns berklaveiki. Aldrei hefir orðið vart við skaðleg
áhrif. Skilur þar með aðferð þessari og notkun gullsalts
þess hins danska, er »Sanokrysin« (frb. sanókrusín)
nefnist.
Allraglöggust eru áhrifin á andlitsberkla, »lúpus«;
enda hægast að fylgjast með því. Er í því efni fyrir hendi
skýrsla frá dr. Bommer, yfirlækni við lúpus-heilsuhælið í
Giessen (frb. Gísen). Hófst tilraun hans 23. jan. 1928 á
10 illa höldnum sjúklingum; en 4 þeirra hafði fram að
þeim tíma ekki reynzt unnt að bæta að neinu. Ekki gerði
Bommer sér teljandi vonir um árangur. Tilraunin gafst
þó þannig, að tekið var að nota aðferðina við alla sjúkl-
inga hælisins, 150 að tölu. Fyrstu mánuðina var engin
önnur aðferð notuð; eftir það notaði hann ljóslækningar1)
jafnframt, og reyndist áhrifamest að nota báðar aðferðir
til samans. Telur Bommer árangurinn einnig framúrskar-
andi góðan að því leyti, að eftir á sjást alls engar menjar
berklahnútanna. Telur hann öruggt, að allir lúpussjúkl-
ingar, sem aðferð þessari verður beitt við, eigi albata
vísan.
Þetta mun nú ekki láta sem trúlegast í eyrum, en dr.
Bommer studdi orð sín á læknafundinum með því, að
leiða fram fjölda albata sjúklinga, og sýndi jafnframt
með skuggamyndum hræðilegt ástand þeirra við upphaf
aðgerðarinnar. —
Það er þá sannað mál, að hrámeti (með aðaláherzlu á
jurtafæðu) hefir öflug læknandi áhrif á berkla. Hlýtur
það að vera upphaf mikilla tíðinda og góðra. Sérstaklega
vil ég benda á, að þeim mun fremur hlýtur samskonar
mataræði að fyrirbyggja, berkla. Og vafalaust fjölda ann-
ara sjúkdóma og kvilla. Er ég snnfærður um, að flest
veikindi, er þjá lýði nútímamenningarinnar og fjöldi
manna deyr af á bezta skeiði, eiga sterkustu rætur sínar
!) Landi vor, Níels Finsen, tók fyrstur manna upp ljóslælmingar
við hörundsberklum; er það talið með mestu framfarasporum í
læknisvísindunum, með því líka hann ruddi jafnframt braut al-
mennum ljóslækningum og nýrri þekkingu á heilnæmum áhrif-
um sólarljóss.