Jörð - 01.12.1931, Side 149
Jörð] FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR 223
ég hafi virzt mjög »græn« í augum þessa heimspekilega
manns. Að minnsta kosti svaraði hann, þegar ég spurði
eftir ungfrú Burton, með óþarfa ósvífni, að mér fannst:
»Inngangur vinnufólks er að aftanverðu«.
Hann var miklu óttalegri heldur en húsmóðir hans gat
nokkurntíma verið. Ég fékk honum nafnspjald frú Kin-
nerton, og lét hann þá svo lítið, að leyfa mér að ganga
inn í forstofuna. íburður þessa enska heimilis gerðu mig
næstum mállausa af undrun. Ég hafði enga hugmynd um
að fólk byggi við slík auðæfi og þægindi. Ég þorði ekki að
setjast niður, en stóð kyrr á gólfteppinu þangað til að
lítil, rengluleg piparmeyja, horðuð og fölleit kom fram.
Ég sá, að augu hennar voru samankipruð og að hún var
yfirleitt ennþá hræðilegri heldur en dyravörðurinn.
»Frú Kinnerton er í Suður-Frakklandi«, hreytti hún í
mig. »Áður en hún fór, sagðist hún hafa breytt áformum
sínum þér viðvíkjandi, og óskaði ekki eftir að sjá þig
framar. Vertu sæl. Johnson vísaðu þessari ungu mann-
eskju út«.
Ég var of fákunnandi. Ég hélt, að ég hefði á einhvern
hátt móðgað frú Kinnerton, án þess að ég vissi af því,
og sneri brott frá húsinu hrygg í huga. Mörgum árum
seinna heyrði ég, að skrifarinn hefði tekið þessi fimm
hundruð pund handa sjálfri sér, og horfið áður en frú
Kinnerton kom aftur.
Mörg stúlkan hefði rökrætt málið, en menn meiga ekki
gleyma því, að ég var afskaplega ómenntuð, og aðeins 16
ára útlendingur.
En í örvæntingu minni, mundi ég nú eftir annari góðri
konu, sem hafði heimsótt mig á sjúkrahúsið einu sinni
með frú Kinnerton; og þar eð ég hafði heimilisfang henn-
ar líka, fann ég af tilviljun hús hennar eftir mikla ervið-
ismuni.
Hér mætti ég húsbóndanum, sem horfði á mig frá
hvirfli til ilja, og talaði um að senda eftir lögreglunni,
því að ég væri ósvífin þjófakind. Orðið lögregla gerði út
um það mál fyrir mér. Ég tók til fótanna og hljóp leiðar
minnar. e