Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 88
164
EÐLISRÆKT
[Jörð
Eðlisrækt.
i.
M A Ð U R er nefndur Carrel. Á hann heima í Frakk-
landi og er hafður að ágætum fyrir það m. a., að hafa á
nokkuð sérstakan hátt gefið • ódauðleikahugmyndum
manna byr undir vængi. Hefir hann skorið flís úr holdi
(»bandvef«) og haldið lífi í holdflís þessari árum saman.
Til þess hefir hann haft tvær aðferðir samtímis: endur-
næringu og efnaræstingu: jafnframt því að láta vökva
með öllum nauðsynlegum, nærandi efnum leika um hið
andvana og þó tórandi hold, lætur hann það skolast af
vatni á þann hátt, að úrgangsefni, er myndast í því við
lífsstarfsemi holdfrumanna, þvost jafnóðum burt. Eitur-
efnin standa ekki við; endurnæring er alhliða og hæfileg,
samkvæmt beztu vísindalegu þekkingu. Holdflísin sýnir
hvorki ellimerki né sjúkdóms. Hún er altaf ung og ný
líftóran í henni.1)
Oss dettur í hug önnur saga, sem margur mun víst
telja eins úrelta eins og hin er nútímaleg. Sagan sú er í
1. bók Gamla Testamentisins: sagan eða frásögnin um
um Metúsalem hinn ævagamla og frændur hans: forfeð-
ur og niðja, sem talið er í þeirri bók að hafi náð mörg
hundruð ára aldri hver. Sú var tíðin, að menn trúðu
þessu einfaldlega, barnalega, bókstaflega, en datt eigin-
lega ekki í hug, að heimfæra þetta einstaka langlífi til al-
mennrar mannlegrar náttúru: á það var litið sem liðna
O Eftir að þetta er ritað, komumst vér að því, að flísin mun dauð
orðin eftir 10 ára tórandi. Þarf það þó engu að breyta um and-
ann í því, sem að ofan er ritað.
kjósanlegustu áreynslu og eykur þannig til þeirra blóð-
straum þann, sem orðinn er þrunginn lifandi efnum við
mataræði, sem stýrt er af þelckingu.