Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 47
Jörð] SAMLÍF ÞJÓÐAR VIÐ NÁTTÚRU LANDS SÍNS 131
Samlíf þjóðar
við náttúru lands síns.
ii.
N Æ S T hinum almennu hugleiðingum um samlíf
þjóðar við náttúru lands síns (sem birtar voru í 1. hefti
»Jarðar«), verður fyrir spurningin: Að hvaða leyti á
þetta við í slenzhu þjóðina?
Er auðvitað skemmst af að segja, etð eigi það heima um
þjóðir yfirleitt, eins og hér hefir verið haldið fram, þá
á það allt við um vora eigih þjóð. Þó að einhver vildi
benda á, að þjóð vor sé skemmra á veg komin á þróunar-
ferli menningar en margar aðrar, ekki eins viðskila orðin
við náttúru lands síns og margar þeirra, þá er stefnan
hin sarna og annars stáðar, eins og öllum er kunnugt; og
það með þeim vaxandi hraða, að full ástæða er til að ætla,
að atvinnuhættir vorir og lifnaðarhættir yfirleitt verði
innan langs tíma orðnir með venjulegu sniði Norð-Vest-
uga fótfestu. Tekur því næst annari hendi í fram- en
hinni í afturboga klifsöðulsins og kippir hestinum upp,
svo að vatnið flaut honum um miðjar síður, en þá slitn-
uðu bæði móttökin öðru megin og hélt hann þar eftir á
klifsöðlinum.
Ég vissi vel áður, að Gísli var mesta karlmenni að
kröftum, en þó gat mér ekki komið í hug, að hann treysti
svo á afl sitt, að hann áliti sér til neins ,að taka á svo
stórum grip, til að draga hann upp úr jökulleðjunni. En
ég áleit þó, að hann væri ekki búinn að leggja allt sitt afl
fram, þegar móttökin slitnuðu og þykist ég viss um, að
hann hefði dregið hestinn alveg upp úr, ef að ekkert hefði
bilað. En það, sem hann var búinn að gjöra, dugði, til
þess að bjarga hestinunp
Var svo ferðinni haldið áfram sem ákveðið var, og
bar ekki til tíðinda.