Jörð - 01.12.1931, Page 45
Jörð]
í GAMLA DAGA
129
kastaðist vatnið yfir læri Gísla, þar sem hann sat í
hnakknum. Lá þá við, að skylli yfir hestinn. Veitti þá
lausa folanum orðið ervitt að vaða og kippti í tauminn.
Kastaðist þá hestur Gísla aftur yfir sig, og hurfu þeir
báðir ofan í hyldýpið undir brotinu, og hrannaði straum-
kvikan sig þar á vatninu. Bráðlega skaut þeim upp og hélt
Gísli sér við hestinn, og að vörmu spori var hann kominn
í hnakkinn. Hesturinn var alveg ringlaður, eftir að hafa
fengið vatn í eyrun og héngu þau máttlaus niður, og átt-
aði hann sig ekkert á hvert halda skyldi. Ætlar þá Gísli
að stýra honum í rétta átt til lands, en þá fer hann í ann-
að sinn aftur yfir sig, og hverfa þeir enn báðir í vatnið.
Missti þá Gísli snöggvast af hestinum, en er hann fálmar
fyrir sér í kafinu, nær hann handfylli í skinnið framan
við bóginn, og sá ég þá af og til í straumkastinu, sem bar
þá hratt niður vatnið.
Strax þegar ég sá hvernig fór, batt ég saman koforta-
hestana, og reið nú niður eyrina. Sá ég þá, að höfuðvatn-
ið, sem þeir voru í, grynntist í miðju, er neðar drö, en
aðalvatnsmagnið rann til beggja hliða. Lét ég nú hestinn
synda með mig skáhalt 'undan straum út á grynninguna.
Þegar þar er komið, var vatnið rúmlegá í kvið og var þá
Gísli skammt fyrir ofan mig og er þá að reyna að komast
á bak hesti sínum, sem nú var búinn að átta sig og mjög
órór; missti Gísli þarna af honum, og synti hesturinn
samstundis til lands og fór til hinna hestanna.
Gísli var í síðum og þykkum yfirfrakka og klofháum
skinnsokkum og tók því mikinn straumþunga á sig þar
sem hann stóð í mitti í vatninu. Hélt hann útréttum
handleggjum til að halda jafnvæginu, því mjög var illt
að standa á slittisblautum skinnsokkum á vatnsnúnu
grjótinu. En nú kom ég þarna í opna skjöldu. Það fyrsta,
er ég sagði var: »Ertu ekki orðinn loppinn, frændi?« Ekki
vildi hann ætla sig það, og var þá með svipuna í hendinni
eftir baðið. »Þá skaltu vefja taglinu á Glæsi (svo hét
hestur sá, er ég reið) um hendurnar á þér, og látum við
hann svo synda með okkur til lands«. Hélt ég nú móti
straum svo lengi, sem vætt var hestinum, og sló síðan