Jörð - 01.12.1931, Page 39
í GAMLA DAGÁ
123
Jörðj
I gamla daga.
iii.
Kona á ferð.
(Fyrri frásagan er skráð eftir frásögn Sigurðar Jónssonar,
bónda á Maríubakka í Fljótshverfi í Vestur-Skaftafellssýslu og
Þórunnar grasalœknis Gísladóttur í Reykjavík. Seinni frásöguna
hefir skráð Erlingur grasalæknir Filippusson í Reykjavík, eftir
frásögn Þórunnar).
1.
LIÐ I N eru 40—50 ár síðan atvik þau urðu, er
nú skal skýrt frá. Bjó þá Sigurður, heimildarmaður sá,
er að ofan greinir, með móður sinni, prófastsekkju, að
Kálfafelli í Fljótshverfi. Liðið var að hausti og slætti
lokið. Stóð svo á, að fyrir honum lá ferð til Reykjavíkur.
Slóst í för með honum Þórunn, hinn heimildarmaðurinn,
og var þá ljósmóðir í Fljótshverfi og húsfreyja að Kálfa-
fellskoti. Höfðu þau tvo hesta undir kofortum. Vanalegt
var þá sem enn, að ferðamenn sæktu eftir að fylgjast
með pósti; geta verið að því meiri eða minni hagræði
eftir ástæðum. Tóku Fljótshverfingar þessir það fyrir að
lenda í för með sunnanpósti, sem þá var að leggja af stað
frá Prestsbakka á Síðu og hafði póstflutning á fjórum.
Iíét sá fsak og átti heima í Arnarnesi við Skerjafjörð.
Var hann harðfengur dugnaðarmaður, sem ekki lét sér
allt í augum ægja. Veitti heldur ekki af, þar sem glíma
varð við stórvötn þeirrar leiðar, sem þá voru öll óbeizlað-
ar ótemjur. í þá daga var oftast farið út úr (vestur úr)
Meðallandi, þegar farið var af Síðunni út í Mýrdal eða
»suður«; var þá illfær leiðin um Skaftártungu, sem nú
er venjulega farin, vegna vegleysu um Eldhraunið og
vondra vatna. Lá þá leiðin yfir Ilúöafljót, milli Meðal-
lands og Álftavers, og var ýmist farið á ferju eða hest-
um; og fenginn kunnugur leiðsögumaður til fylgdar, þá
er riðið var. Er Kúðafljót eitt hið mesta vatn, svo sem
* 9*