Jörð - 01.12.1931, Side 63
Jörð] LEITIÐ GUÐS í EINVERU NÁTTÚRUNNAR 139
og' hjartaslátt, þurfwn vév að leita líka til einverunnav
ou óbyggðarinnar, lauga sál vora i brenmmdi bæn úti í
lofti frjálsrar náttúru. — Þessvegna er mér í huga, að
brýna nú fyrir yður, tilheyrendur mínir, öllum, sem kost
eigið á því, að ganga eitthvað héðan úr kawpstaðnum, til
þess að leita Guðs (að dæmi Jesú) í einverunni og óbyggð-
inni. Það er á vorin, sem vér íslendingar eigum kost á
því að njóta þessarar unaðarríkustu tilbeiðslu, en aldrei
þó fremur en komandi mánuð, er dagar eru lengstir. Þess
vegna opna ég nú hjarta mitt fyrir yður og segi yður frá
því, hvernig mér reyndist Guð opinberast í einveru ó-
byggðra staða og sú opinberun varpa ljóma og skilningi
yfir rödd hans í samvizkunni og hans lifandi orð. -1- Vér
getum tæpast öðlast heilbrigða trúarreynslu og skilið orð
Krists, nema að njóta að einhverju leýti tilbeiðslunnar í
einverunni og óbyggðinni, því að þungamiðja trúarlífs
Jesú, ef svo má að orði kveða, var tilbeiðsla í einveru og
óbyggð og þegar svo er um hvern hans lærisvein, þá og
þá fyrst verður hin sameiginlega tilbeiðsla unaðsríkust
og' ber mestan ávöxt. — Engin hvítasunna getur komið
yfir veröldina, nema að þessi rétta meginuppspretta trú-
arkraftarins sé ausin. En ef hún er notuð, þá verður allt
svo ljóst og bjart fyrir lmgskotsaugum lærisveinanna. Þá
kemur heilags anda úthelling sem aðdynjandi sterkviðris
yfir alla veröld.
— Þú horfir oft upp á fjallið, áheyrandi minn, þú
horfir upp á fjöllin. Farðu þangað stundum sjálfur og
leitaðu Guðs í einveru hæðanna.
Það er aftan fyrir 21. júní 1927. Ég stend upp á fjall-
inu á leiðinni frá önundarfirði til Súgandaf jarðar.-
Milli Galtar og Sauðaness er hafið roðið ljósi. Ég sé dýr-
lega sjón. Himininn gulli litaðan, hafið geislum stafað,
fjöllin sólu roðin. Og á einu augabragði verður kvöldroð-
inn að morgunroða, aftanbjarminn að dagrenningu, sól-
arlagið að sólaruppkomu. Er þú stendur á þessu fjalli,
þegar lengstur er dagurinn, þá verður aldrei neitt sólar-
lag. Þetta er meginkenning sýnarinnar, sem ég sá hér
uppi á fjaþinu, þegar dagurinn var lengstur. Lif manns-
10*