Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 27
Jörð] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS 111
Enn eitt dæmi. Skipið Mayflower, sem flutti forfeð-
urna, »pílagrímana« til trúfrelsisins í Ameríku, fór sína
næstu ferð eftir þrælafarmi. Hið góða skip »Jesús« var
í þrælaförum fyrir forfeður vora. Getur menn furðað á
því, að enn eru hleypidómar urri hönmdslit og kynflokka
til á Vesturlöndum, þrátt fyrir Kristindóminn. Þeir kom-
ust í för með honum þegar í upphafi.
Austurlönd finna það, að það sem nú hefir verið nefnt,
ríkir enn á Vesturlöndum. En mitt á meðal skugga vest-
rænnar menningar hefir Indland komið auga á mann,
sem laðar það að sér með miklu afli. Það hefir hikað við
að bindast tryggðum við hann, af því að það hefir gjört
ráð fyrir, að ef það tæki annað, yrði það að taka hvort-
tveggja, — Kristur og vestræn menning hlytu að fylgjast
að. Nú er sá skilningur að renna upp fyrir Indlandi, að
það getur hlotið hvort um sig án hins, — Krist án vest-
rænnar menningar. Þessi skilningur, sem er nú að vakna,
cr óyfirsjáanlega mikilvægur fyrir Indland — og oss.
»Haldið þér því fram í alvöru«, sagði Hindúalögfræðing-
ur á einum af fundum mínum, fyrir um 7 árum, »að þér
séuð ekki kominn hingað til þess að útrýma siðmenningu
vorri og setja yðar siðmenningu í staðinn? Haldið þér
því fram, að boðskapur yðar sé Krfstur, án þess að þér
undirskiljið það, að vér verðum að veita vestrænni menn-
ingu móttöku. Ég hefi hatað kristindóminn, en ef kristin-
dómurinn er Kristur, sé ég ekki, hvernig vér Indverjar
getum hatað hann«. Ég gat fullvissað hann um, að boð-
skapur minn væri Kristur og einungis hann. En þetta
bar við fyrir sjö árum, og málið er nú orðið mönnum
meira eða minna skiljanlegt. Það er orðið mönnum ljóst,
að vér erum eigi í Indlandi til þess að gróðursetja þar
vestræna menningu.
Indverjar geta tekið svo mikið eða lítið af vestrænni
menningu sem þeim þóknast, — og í vestrænni menn-
ingu er mikið, sem er þess vert, að því sé veitt móttaka,
— en vér gjörum ekki vestræna menningu að aðalatrið-
inu, merginum málsins. Sú verður raunin á, að ef vér
gjörum hana ekki að aðalatriðinu, þá tileinka Indverjar