Jörð - 01.12.1931, Side 128
202 TÍDÆGRA [Jörð
un. Svaraði hún með upplyftu höfði og stillilegum róm:
»Náðugi herra! Mér hefir aldrei liðið úr minni, hvað ég
stend yður að baki í öllu tilliti; Qg það, sem þér hafið
veitt mér, hefi ég ávallt litið á sem lán, en ekki eign.
Hérna er trúlofunarhringurinn, sem þér sæmduð mig
með. Takið við honum. Enn fremur er það ósk yðar, að
ég hafi á burt með mér heimanmund þann, er ég færði
yður. Það er auðgert. Mér getur ekki úr miimi liðið, að
þér tókuð við mér allsnakinni. Ef að yður virðist það
eiga við, að þessi líkami, sem hefir fætt yður börnin,
verði séður af öðrum, þá skal ég fara héðan nakin. Samt
bið ég yður, að þér gerið svo vel að gefa mér eina lérefts-
spjör til að hylja mig með, í launaskyni fyrir meyjar-
sakleysið, sem ég fásrði yður og get ekki tekið með mér
af tur«.
Valtari var með grátstafinn í kverkunum, en tókst þó
að svara harkalega, að bæn henanr skyldi verða veitt.
Allir, sem viðstaddir voru, báðu hann að gefa henni a. m.
k. kjól, en við það var ekki komandi. Varð Gríshildur að
fara heim til föður síns fáklædd og berfætt, en blessuð
og aumkuð af öllum, sem á vegi hennar urðu. Karl, fað-
ir hennar, hafði alltaf átt þess von, að jarlinn yrði leið-
ur á henni einn góðan veðui’dag, og hafði verið svo fyrir-
hyggjusamur að geyma fötin, sem hún var í, er hún trú-
lofaðist. Klæddist hún nú gömlu íötunum og tók við sín-
um fyrri verkum, án þess að mögla.
Valtari lét aftur á móti kunngera að hann ætlaði að
ganga að eiga dóttur frænda síns; og þegar allir voru í
óðaönn að undirbúa brúðkaupið, lét hann kalla Gríshildi
fyrir sig og mælti við hana: »Mig langar mjög til, að allt
verði sem vistlegast og smekklegast, þegar brúður mín
kemur, og þætti mér því vænt um, að þú vildi taka að
þér að standa fyrir öllu. Ég þekki hæfileika þína og vænti
þess, að þú leggir þig fram. Enn fremur ætla ég að biðja
þig að bjóða til brúðkaupsins konum þeim í jarlsdæminu,
sem þér finnst við eiga, og taka á móti þeim, er þær
koma, sem værir þú húsmóðir. Máttu svo fara heim, þeg-
ar lokið er brúðkaupinu«. Hvert þessara orða hitti Grís-