Jörð - 01.12.1931, Síða 150
224 FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR [Jörð
Tíu punda seðillinn var hið eina, sem ég hafði í vösum
mínum; undarleg eign fyrir stúlku, sem svo var ástatt
um sem mig. En ég var þreytt og svöng og hugsaði mér
að fá mér málsverð fyrir hluta af honum.
Ég fór inn í næsta matsöluhús, og bað þjóninn með
sjkálfandi röddu, að færa mér eitthvað að borða. Þegar
ég hafði matast gekk ég að söluborðinu og lagði tíu punda
seðilinn á það. Stúlkan leit fast á mig, og snéri sér svo að
manni, sem stóð þar nálægt, þau töluðu saman í hvísl-
ingum.
Þá vatt stúlkan sér að mér og sagði. »Iivar hefur þú
fengið þennan seðil«.
Ég sagði henni það, en gat séð, að hún trúði mér ekki.
»Hún er þjófur,« heyrði ég að hún sagði hörkulega.
»Við ættum að senda eftir lögreglunni; það hefur verið
stolið svo mörgum bankaseðlum í seinni tíð; og svo skuld-
ar hún fyrir matinn«. Lögreglan aftur! Ég vissi, hvað
það þýddi. Ég hljóp eins og hundeltur héri frá matsölu-
húsinu, og það var í seinasta sinn, að ég sá vesalings tíu
punda seðilinn minn. Nótt var komin og ég ráfaði um,
þangað til ég fann þægilega dyratóft; sem ég gat haft
skjól í, og þar eyddi ég nóttinni við opið stræti — ég sem
hafði borðað morgunverð í skrautlegu hjúkrunarheimili.
En morguninn færði mér hugrekki, ég var þó þrátt
fyrir allt ung og sterk og hafði komið til Englands til
þess að bjarga mér. Ég hlaut að fá eitthvað að gera, ég
hafði þegar lært þá nytsömu þekkingu í baráttu lífsins,
hvað það er illt að vera öðrum háður. Ég reikaði um
strætin, unz ég að lokum í örvæntingu minni ávarpaði
góðlegan mann, en hann gat ekki skilið hrognamál mitt.
Það var ljóta málið, sem ég talaði í þá daga.
Að lokum sá ég í glugga á litlu veitingahúsi auglýs-
ingaspjald, sem letrað var á: »Vantar frammistöðu-
stúlku«. Ég stafaði mig fram úr því; þótt ég vissi ekki
glöggt hvað frammistöðustúlka þýddi, hélt ég, að það
ætti eitthvað skylt við mat, og fór inn. Þetta var snemma
dags. Innheimtustúlkan var nýkomin og var að hengja