Jörð - 01.12.1931, Page 103
Jörð]
EÐLISRÆKT
177
andi lifnaðarháttum eru mýmörg atriði, sem nátengd eru
frumstæðu náttúrlegu lífi, og meiga ekki hverfa svo, að
ekki komi annað álíka áhrifamikið eða kannski helzt á-
hrifameira í staðinn; áhrifamikið í þá átt að veita mönn-
um og þjóð heilnæm náttúrleg áhrif: líkama, sál og anda.
VerÖi þessa eklci gætt með vitund og vilja, þá snýst vax-
undi menning út af vegum rétts eölis og verða menw þá
blauðir, dáðlausir og hjartalausir. Hafa þau orðið örlög
og aldurtili margrar glæsilegrar menningar í mannkyns-
sögunni.
Enn er það í eignadálki gamla tímans, að minni þekk-
ing hans var honum eðlileg. »Hann hefir erviðað; vér er-
um gengnir inn í vinnu hans«. Hann hefir sáð; vér upp-
skerum.
E R T 1 L kemur er þá nýi tíminn, er vér nefnum svo,
elcki annað en nýtt tímabil í framvindu hins náttúrlega
lifs á Jörðinni, sem er órofin heild frá upphafi til enda
og opinberað svo sem í skiljanlegu ágripi í Honum, er
»Guði þóknaðist að láta alla fyllinguna búa í, til þess að
koma fyrir hann öllu í sátt (samræmi) við sig.... hjörtu
manna, sameinuð í kærleika, mættu uppörfast, og þeiv
öðlast gervalla auðlegð þeirrar sannfæringar, sem bygg-
ist á skilningi, þekkinguna á leyndardómi Guðs, Kristi;
en í honum em allir fjársjóðir spekinnar og þelckingar-
innar fólgnir«. (Kól. 1—2).
Einhverjum mun nú e. t. v. virðast þessi langa ritn-
ingartilvitnun í lokin eitthvað »utan garna« við efnið,
sem á undan er gengið; eins og hengd utan á til þess, að
gefa ræðunni ögn af guðrækilegum blæ þrátt fyrir það,
sem sagt var um þau efni í upphafi þessa máls. Svo er
þó ekki. Þó að orðalagið sé Páls — og hversu skýrleikur
hugsunar hans og langsýni speki hans gnæfir hátt yfir
það, sem menn hafa verið vanir að átta sig á; árþúsund-
um seinna koma fram vitringar, sem endurtaka parta af
hugsunum hans — og eru tignaðir og bannsungnir fyrir
frumleik og áræði —. Þó að orðalagið sé Páls, vildi ég
segja, þá er í því rödd sannfæringar minnar um, að þrátt