Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 189
ANDREA DELFÍN
263
Jörð]
og hafði hann skekkst, er hún brúaði djúpið, en gjöfina
frá Andrea, víravirkisnálina, hafði hún fest snoturlega á
barm sér«.
Hún var einmitt að hella sér í annað glasið og snupra
gest sinn fyrir, að hann kynni ekki að meta vínið og að
yfirleitt raknaði ekki almennilega úr honum, þegar allt
í einu var hringt ákaflega bjöllu einhverstaðar í húsinu.
»Þarna«, sagði stúlkan og stökk upp og henti spilunum
reiðulega á borðið, svona er ævin mín; ekki hefi ég eina
næðisstund. i dag sagði hún mér að fara, því hún vildi
kiæða sig ein; og nú ónáðar hún mig, þegar svona er álið-
ið. En verið nú bara þolinmóður í tíu mínútur, Vinur
minn; ég skal flýta mér til yðar aftur«.
Hún skauzt út, en hann virtist ekki parið hnugginn.
Horfði hann út um gluggann og athugaði gaumgæfilega
vegginn milli glugga sinna og síkisins. Ekki var hæðin
meiri en svo sem tíu fet. Kalkið var mestallt molnað burt
af raka, en grjótið í veggnum nógu misjafnt til að klifra
mætti hann í nauðsyn. Undir glugga stúlkunnar skaraði
síkisþrepið fram, sem hann hafði tekið eftir fyrsta kvöld-
ið; en við háan staur við tröppuna var bundinn mjósleg-
inn síkjabátur (gondóll) ; og ekki gerði betur en að annar
gondóll gæti smogið framhjá. Allt þetta féll Andrea auð-
sjáanlega vel í geð.
»Ekki hefði ég getað búið mér betur í haginn sjálfur«,
tautaði hann fyrir munni sér.
íhugullt horfði hann eftir síkinu, sem smáhvarf í
dimmuna í í gluggalausri húsagjánni. Til annarar hand-
arinnar sá hann daufa ljósglætu, sem nálgaðist, og
nokkru seinna fór að heyrast áraglam. Síkjabátur kom
þar í hægðum sínum og lagðist við bátaþrepið neðan
undir Andrea. Sá er á gægjum var, dró sig með varúð
nokkuð í hlé, en fékk þó aðeins komið auga á það, að
maður í bátnum stóð upp og gekk upp á þrepið. Dyra-
hamarinn skall í hurðina með þremur, þungum höggum,
og rétt á eftir heyrði Andrea rödd að innan spyrja, hver
óskaði inngöngu.
/