Jörð - 01.12.1931, Page 21
Jfirð] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS 105
vísað slíkri mynd af menningu vorri á bug og talið hana
■ósanna. En þá ber oss lílca sem lcristnum mönnum að
gjöra öðrum það, sem vér viljum að þeir gjöri oss.
Önnur ástæðan er sú, að nú hafa Indverjar sjálfir kom-
iö auga á þetta mikla böl og berjast gegn því. Áhrif
kristilegra hugsjóna hafa vakið samvizku þeirra gegn
þessu böli og oss er óhætt að treysta því, að þeir munu
gjöra það, sem unnt er, til þess að útrýma því og ganga
það þeim mun betur sem þeir eru látnir afskiftalausari í
þessu efni. Það dregur úr áhuga og starfi þeirra sjálfra,
að útlendingar séu stöðugt að minna þá á. Það er eins og
tyrkneskur lögfræðingur sagði við oss um umbæturnar á
Tyrklandi: Það sem vér höfum gjört á fjórum árum hefði
ekkert útlent vald eða stjórn getað fengið oss til að gjöra.
Vér erum sjálfir undrandi yfir því. Leyndardómurinn er
sá, að vér fengum leyfi til þess að gjöra það sjálfir.
Þriðja ástæðan er sú, að eg hefi leitast við að leggja
grundvöll trúboðsins dýpra heldur en hægt er að gjöra
með því, að hafa að trúboðshvöt sérstaka ágalla sérstaks
mannflokks. Heiðnir menn og heiðið sicipnlag (bæði í
Austurlöndum og Vesturlöndum) þarfnast Krists, líka
þegar það er sem allra bezt. Ég hef sagt við Indverja alveg
hreinskilnislega: Ég legg mig sérstaklega fram til þess
að hafa áhrif á yður og verða yður að liði, eigi vegna þess
að þér séuð aumustu þjóðir mannkynsins, heldur af því
að þér tilheyrið mannkyninu. Ég er sannfærður um það,
að sá eini heimur, sem er verður eftirsóknar, er sá heim-
ur, sem sniðinn er eftir hugsun og anda Jesú. Þessvegna
reyni ég, í nafni þess heims sem á að verða, að hafa áhrif
á heim þann, sem er. Og vegna þess, að þér eruð nokkur
hlut'i heimsins, kem ég til yðar. En ég mundi ekki vera
hér eina stund lengur, ef ég vissi það ekki, að í því landi,
sem ég kem frá, er yfirfljótanlegt manna, er gjöra hið
sama þar, sem ég reyni að gjöra hér. Allir höfum vér
sömu brýnu þörfina. Og ég trúi því, að Kristur geti bætt
úr henni.
1 Enn þarf ég að segja nokkur orð um atriði, sem virð-
ast kann, að of lítil áherzla sé lögð á. Ég hefi ekki beint
8