Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 75
Jorð]
ALHÆFING MATARÆÐIS Á ÍSLANDI
151
(málmefnin) hjálpa til að »vinna úr« hinum viðameiri
næringarefnum.
Þ A Ð var tekið fram áðan, að matarefni þau, sem
helzt væri ástæða til að aðgæta, að ekki yrðu út undan,
væru fjörefni, steinefni, vatn og úrgangsefni. Mun það
mála sánnast, að fæstir hafi í hlut sinn af þeim svo mik-
ið, sem skyldi. Holdgjafa neytum vér íslendingar yfirleitt
í óhófi og oss til skaðsemdar í keti og fiski, sem í sjálfu
sér mun góður matur, þegar hóflega er neytt. Og ekki er
hætta á, að fita og kolvetni beri skarðan hlut frá borði,
ef að menn annars ekki svelta. Svengdin er fljót að segja
til í heilbrigðum líkama, ef hann skortir nokkuð á »elds-
neyti«; vanti hann holdgjafa eða fitumyndandi efni, segir
megurð til innan langs tíma. Hitt fer aftan að mönnum,
þegar vantar fjörefni, steinefni, vatii eða úrgangsefni í
fæði þeirra. Verða þeir þá óhraustir, bilaáeinn eða annan
hátt, verða veikir án þess að gruna, að hvert sem tilefnið
er, þá er aðalorsökin of fábreytt mataræði, og það jafn-
vel ekki hvað sízt, þó að réttir séu margbreyttir og íburð-
armiklir.
Holdgjafi, fita og kolvetni eru matarefni, sem enginn
islendingur þarf að kvíða, að hann fái ekki nóg af, hafi
hann á annað borð nóg að bíta og brenna. Það er því ó-
þarfi að leggja neina hugsun í að hafa nægilegt af þeim
efnum í matnum. Hitt er það, sem áður var vikið að, að
ekki mun óalgengt í landi hér, að kets og fiskjar sé neytt
í skaðlegu óhófi, og kolvetna þá kannske stundum eitt-
hvað minna en skyldi. Algengara mun þó, að menn ætli
sér þrátt fyrir yfirdrifið ket- eða fiskát, nægan skannnt
af kolvetnum; er þá beinlínis um ofát að ræða, og mun
algengt. Flestir holdugir menn munu sekir um ofát, og
ófáir magrir í þokkabót.
Viðfangsefnið, sem hér er um að ræða fyrir þá, er ráða
mataræði manna, er þá fyrst og fremst það að vita, hvaða
fæðutegundir innihalda öðrum fremur fjörefni, steinefni
og jafnvel úrgangsefni og meira að segja vatn.
Þegajt iitið er til mataræðis íslendinga, eins og það er