Jörð - 01.12.1931, Page 173
jörðj ANDEEA DELFÍN 247
Andrea Delfín.
Feneysk skáldsaga frá 18. öld eftir Paul Heyse.
(Frh.).
H ú N lokaði glug'ganum. »Fátækur og sjúkur«, muldr-
aði hún fyrir munni sér og dró gluggatjöldin þétt fyrir.
»Ojæja! Alténd má nota hann til að stytta sér nokkrar
stundir«.
H A N N hafði iíka lokað glugganum hjá sér og gekk
í hægðum sínum fram og aftur um gólfið. »Það var gott«,
sagði hann við sjálfan sig. »Mér kom þetta vel«. Ekkí
varð séð á svip hans, að hann hyggði á ástarævintýri.
Nú leysti hann pjönkur sínar; hafði hann ekki annað
meðferðis en dálítinn nærfatnað og tvær, þrjár bænabæk-
ur og lét allt saman í skáp, er stóð upp við vegg. Hann
missti bók á gólfið og heyrði tómahljóð í steininum. Strax
slökkti hann ljósið, læsti hurðinni og við daufa birtuna
af lampa Smeraldínu, tók hann að rannsaka gólfið nán-
ar. Með dálitlum erviðismunum losaði hann steininn, sem
var vandlega felldur í gólfið, en ekki límdur; og undir
honum fann hann holu, spannardjúpa, en fet á hvorn veg.
í snatri fór hann úr kápunni og tók af sér beltið, sem var
búið nokkurum vösum. Hafði hann þegar látið þetta í hol-
una, en hætti þá snögglega.
»Nei«, tautaði hann. »Þetta getur verið gildra. Það væri
svo sem ekki í fyrsta sinn, sem lögreglan hefir útbúið
þess háttar felustaði í leiguherbergjum, sér til hægri
verka við væntanlegar húsrannsóknir«.
Hann lét steininn aftur á sinn stað og tók að leita að
öruggari felustað fyrir leyndannál sín. Glugginn út að
götuskottinu var búinn rimlum, og var hægt að stinga
handleggnum út á milli þeirra. Hann opnaði gluggann,
fór út með hendina og þuklaði á útveggnum. Alveg uppi
undir gluggahyllunni fann hann holu í veggnum, sem
virtist hafa einhverntíma verið dvalarstaður leðurþlöku.