Jörð - 01.12.1931, Side 82
158
BÓKFREGN
[Jörð
það enn í blóðinu? Og fari með þvaginu sem sama blessað
mjólkursýrukalkið? Vér spyrjum kannske eins og álfar
út úr hól. En oss langar til, að þetta mál sé gert Ijóst
einnig þeim, sem ekki eru útfarnir í lífeðlisfræði og efna-
fræði. Leyfum vér oss að vænta, að doktorinn geri al-
menningi góðfúslegast nánari grein fyrir málinu.
Þá eru það hinar mörgu töblur bókarinnar. Hefði verið
fróðlegt, að getið hefði verið um heimildir fyrir þeim.
Og er oss að vísu ekki grunlaust um, að sumar töblurnar
muni ekki sannprófaðar og að tilviljun nokkur eigi þátt í
þeim. Er t. d. ekki augljóst, hvernig geta verið 447 milli-
grömm af »sódíum« í hveitibrauði, þegar eru ekki nema
40—60 milligrömm í hveitinu, sem það er búið til úr.
Fleira er óljóst í þessum töblum. T. d. þessi yfirskrift:
»Talið í milligrömmum af hundraði af næringarefnum«.
Hundrað hvað? Og hvað er átt við með »næringarefni« í
þessu sambandi? Er það maturinn, eins og hann kemur
fyrir á borðinu? eða þurefni matarins? Yfirleitt dettur
mér í hug, að aldini og grænmeti njóti sín ekki í þessum
töblum á móti t. d. kornmat og ketmat. Ég á við, að venju-
legur lesandi átti sig ekki af þeim á yfirburðum matvæla
þessara.
Á bls. 249 segir doktorinn: »Það er alkunnugt orðið,
hve saltið er nauðsynlegt öllum lífsstörfum líkamans«.
Er þar átt við matarsalt (klórnatríum). Þetta má að vísu
til sanns vegar færa. En þó virðist mér koma til mála,
að almenningur fái skakkar hugmyndir um ágæti »salts-
ins« af ummælum þessum og þvílíkum í bókinni. Því þó
»salt« sé vitanlega nauðsynlegt eða a. m. k. þau efni, er
mynda það, þá er ekki þar með sagt, að þörf sé á nema
mjög litlum skammti; kannske ekki meiru en finnst í
náttúrlegum, ósöltuðum mat í norðlægari löndum (sbr.
Eskimóa, sem »þola« ekki salt í mat). Viljum vér í þessu
efni benda til greinarinnar »Læknisdómur náttúrunnar.
Berklar láta undan síga«.
Að lokum viljum vér taka það fram, að doktorinn not-
ar nokkuð annað og flóknara nafnafar á fjörefnum (og
»starfsefnum«) en vér höfum gert, eða séð annars staðar