Jörð - 01.12.1931, Page 29
Jörð] KBISTUR Á VEGUM ÍNDLANDS 113
miðjan, og láti þannig roða af nýjum degi andlegrar orku.
— Því að það er sannmæli um alla sögu kristninnar, að
hvenær sem ný áherzla hefir verið lögð á Jesú, hefir
risið nýr dagur andlegrar lífsorku og manndóms. Það er
eins og Bousset segir: »Þegar Kristindómurinn hefir rutt
nýja braut á vegferð sinni, hefir hann æfinlega gjört það
vegna þess, að persónuleiki Jesú hefir orðið mönnum lif-
andi að nýju og geisli' frá veru hans hefir enn einu sinni
uppljómað heiminn«.
Gleðiboðskapurinn kom í upphafi frá undirokuðum
þjóðflokki og vel getur það við borið, að hreinsun hans
og endurlifnun komi frá öðrum undirokuðum þjóðflokki.
Ýmsir af oss hafa það á tilfinningunni, að næsta mikla
áhrifaaldan á andlegt líf mannkynsins muni koma um
Indland.
FYRSTI KAPITULI.
Boðskapurinn og boðberinn.
Ég hefi verið kvattur til þess að skýra í þessari bók
frá reynslu minni sem boðberi fagnaðarerindisins í Aust-
urlöndum. Ég hefi komizt að raun um það, að allt kristni-
boð, sem ber nafn með rentu, byrjar í hjarta kristni-
boðans. Spurningin um það, hvernig vinna á kristileg
störf, er alstaðar í heiminum spurningin um það, hvernig
starfsmennirnir eiga að vera. Eins og innræting
á heimili getur aldrei náð hærra en innrætið á heimilinu,
þannig getur starf í þjónustu Krists aldrei náð hærra en
þjónn sá, er starfið vinnur.
Ég get þess vegna ekki byrjað bók mína á neinn betri
veg en þann, að skýra nokkuð frá persónulegri reynslu,
— því að ég er í efa um, að án þeirrar reynslu hefði ég
haft hugrekki til að semja bókina.
Er ég hafði verið átta ár samfleytt á Indlandi og unnið
þar að trúboði með ýmsu móti (sem prestur við enska
kirkju, forstjóri bókaútgáfu, þorpstrúboði, umsjónar-
maður yfir stórum trúboðshéruðum), þá fann ég hjá mér
einkennilega sterka hvöt til að starfa meðal menntaðra
hástéttarmanna, hjá vitsmunastéttunum. Hvað trúboði