Jörð - 01.12.1931, Síða 98
Í72 ÉÐLISRÆKT [Jörð
Vinur! Hvort ertu hæfari til skyldustarfa þinna stál-
hraustur eða vesæll? Hvort myndu náungar þínir hafa
meiri gleði af þér ólmum af lífsþrótti eða fjörlausum af
deyfð allra líffæra, sem hafa verið útpínd af óskynsam-
legu viðurværi og öðru þekkingar- og kæruleysi? Það
þarf varla að spyrja þig frekar, bróðir, systir! Þú sérð
tafarlaust í hendi þér, að það er skylda þín við náungann
og þá jafnframt Föður vor allra, að vera svo heilbrigður,
hraustur og fagur, sem framast er lcostur.
Þá segir þú, endurborni Tómas, að þó aldrei nema þetta
sé skylda, svo framt sem komizt verður, þá muni það
minnstu; því að varla verði þverfótað á þessari braut í
reyndinni. Annirnar girði fyrir það, þrátt fyrir allt. T.
d. sé húsfreyjan á tilteknum bæ. Hún sé alltaf vesöl:
máttfarin, með þyngsli í höfði, en verki og ónot víðsveg-
ar í líkamanum. Hún komist ekki einu sinni yfir það
nauðsynlegasta heima fyrir með baraahrúguna sína.
Ætli hún geti ekki farið að hugsa um líkamsrækt!
Mörgu er til að svara, og allt þess vert, að gaumur
væri gefinn. Verður hér drepið á fáein atriði aðeins. í
fyrsta lagi hefði átt að hugsa um heilsu konu þessarar
frá blautu barnsbeini betur, en gert hefir verið; þá væri
hún betur stödd nú — og náungar hennar, börnin henn-
ar sömuleiðis. Það, sem búið er að misgera af vanþekk-
ingu og öðrum ófullkomleika, verður að vísu ekki aftur
tekið; — reynandi væri aftur á móti að búa betur að
þeim, sem nú eru að vaxa upp, svo að betur takist til um
næstu kynslóð. Líkamsrækt mannsins á að byrja í móð-
urlífi. Konan, sem um er að ræða, má heita tannlaus.
Hefði móðir hennar ekki einungis haft nóga mjólk að
drekka, heldur líka tekið inn lýsi og neytt óspart græn-
metis eða kálmatar á meðan hún nærði af sjálfri sér hið
ófædda eða unga barn, þá eru miklar líkur til, að hús-
freyjan okkar væri vel tennt. Líklega er tannleysið ein
af helztu orsökum blóðleysisins, sem bersýnilega þjáir
hana og hefir gert hana berskjaldaða gagnvart ýmsum
kvillum og á vísast eftir að gera hana löngu fyrir tímann
að bráð einhvers sjúkdómsins. Kiona þessi vinnur ekki