Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 131
BOCCACCIO
205
Jörð]
BOCCACCIO höfundur Decameronar var ítalskt
skáld og menntafrömuður, er lifði og starfaði fyrir 600
árum. Má þegar af aldri þessarar bókar, sem alla tíð hef-
ir verið víðlesin síðan, marka, að hvað sem öðru líður,
þá er hún engin dægurfluga. Mælir það undir eins með
henni, þó að ekki sé einhlítt. Slíkur verður ekki ferill
bókar, nema afbragð sé að framsetningu; og helzt ekki
nema hún feli í sér afburða þekkingu og skilning á mann-
legu eðli. »Hvað elskar sér líkt«. Manni er oftast fró að
sannri lýsingu sjálfs sín í listaverki — og það þó að
hvorki séu þar könnuð hinztu rök manneðlisins né himin-
inn opnist hin innri sýn. Þannig er Decameron: lát-
Iaus, óviðjafnanlega hnittin og að sumu leyti djúp
lýsing á manni og þjóðlífi. Þungamiðjan er ástin milli
karls og konu, ástin og kynferðishvöti'n; hversu fögur
hún sé og indælir ávextir hennar, er ungir, hraustir og
einlægir unnast; harmsaga framundan, ef reynt er að
brjóta á bak aftur sannar tilfinningar; en hræsnin vís-
asti ávöxtur þeirra mannfélaga, sem afneita djúpum,
náttúrlegum tilhneigingum.
í lýsingu þessari, sem sett er fram í 100 smásögum,
kennir eðlilega margra grasa. Eykur það vitaskuld á
læsileik bókarinnar og verðmæti, sem fjölbreyttrar lýs-
ingar á mannssál og þjóðlífi. Mun Boccaccio enganveginn
hafa samið söguimar upp úr sér, heldur ritað niður og
»fært til betra máls« frásögur, er gengu manna á milli
innan hinna margvíslegu mannfélagshópa, sem hann um-
gekkst um dagana. Eru og blæbrigði Decameronar af-
ar mörg og mismunandi; glettni og góðlátleikur er yfir-
gnæfandi; hæðni og jafnvel fjandskapur setur víða svip-
inn á; eru það einkum klaustx-a- og klerkalýður og eigin-
gjarnir, smásálarlegir karlskröggar, sem verða fyrir því
barðinu; angurblíða og innileikur auðkennir ófáar sög-
urnar. f sumum er á aðdáanlega snjallan hátt fyrir munn
einnar eða annarar söguhetju flutt fram bein vöm ástar
og kynferðislífs; eru þar e. t. v. hátindar bókarinnar
ýmist vegna drengilegrar alvöi’u og maixnúðlegs skiln-
ings eða vegna glæsilegs djarfleika samfara spaugileg-