Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 187
Jörð] ANDREA DELFÍN 261
»Ekki »hund í bandi«, herra! Hafi hann haft í hyggju
að hagga við þótt ekki væri nema eins bókstafs virði í
stjórnarfyrirkomulaginu og því, þá skyldi ég varðveita
meydóm minn til Ragnarökkurs. Maður lifandi! Hann,
sem er ekki nema 23 ára og kærði sig kollóttan um allt
nema greifynjuna sína — og svo náttúrlega spil. En
hlunkarnir í dulardóminum þurfa ekki nema kóngurlóar-
•vef til þess, að þeim takist að snúa úr snöru, nægilega
sterka handa hvaða hálsi sem er, og hver veit nema þessu
sé stefnt að föður hans, lögréttumanninum«.
»Talið þér varlega um æðsta valdið í þessari borg«,
sagði Andrea hljóðlega. »úr vizku feðranna er það risið,
og á ekki að haggast af léttúð afkomendanna«.
Stúlkan horfði á hann, hvort honum væri alvara, en
andlit hans leysti ekki úr þeirri spurningu. »Farið«, sagði
hún, »nú eruð þér tekinn að verða alvörugefinn, og þá
leiðist mér þér. Þér eruð ekki búinn að vera hérna lengi,
og þessvegna berið þér virðingu fyrir blóðdómurum þeim
og böðlum, sem álengdar eru svo sem nógu æruverðugir
álitum og kannske, þegar þeir láta mála af sér mynd.
En ég er nú svo oft búin að sjá þá við spilaborðið hjá
greifynjunni minni, er hún heldur bankann, og yður er
óhætt að hafa mig fyrir því við sjálfan yður, að þeir
eru menn, eins og hann Adam var«.
»Má vera, barnið gott«, svaraði hann, »en þeir hafa
völdin, og fátækur borgari, eins og ég, fer ekki hyggilega
að ráði sínu, að eiga svona léttúðarfullt samtal við yður
húsa á milli. Bærist það þangað, sem síður skyldi, að við
tvö værum sammála um, að hin holdi klædda réttvísi
Feneyja væri ekki annað en samtíningur af dauðlegum
mönnum, þá ert þú, Smeraldína, varin af töframagni
fegurðar þinnar, en ég yrði að arka hina alþekktu neðri
leið eða a. m. k. að skifta á leiguherbergi mínu og öðru
langtum fábrotnara í ^brunnununu.;1) eða »undir blýþök-
unum«.
»Hér er yður óhætt að segja, það sem yður býr í
i) Fangelsi undir mararbotni.
Höf.