Jörð - 01.12.1931, Síða 167
Jörð] ÚTSÝN KRISTINS NÚTIMAMANNS 241
innan vissra takmarka, hinn helgasta rétt á sér. Kenning
heittrúarflokkanna um, að frelsið sé hið eftirsóknarverð-
asta af öllu, og skilgreining þeirra á frelsi sú, að það sé
lausn undan valdi syndar og andlegum dauða, er vafa-
laust sönn, svo langt sem hún nær. Enda má heita, að
hinar »evangelísku« kirkjudeildir í heild hafi lagt þessa
merkingu í frelsishugmyndir sínar og boðað frelsi svo að
segja einvörðungu á þeim takmarkaða, guðrækilega
grundvelli. Jafnvel »nýguðfræðingar« 19. aldarinnar
(sem hér á íslandi hafa fram á síðustu ár verið taldir
»nýjasta nýtt« í kristnu kirkjulífi), hafa haldið sig við
skilgreiningu þessa á frelsi, þó að þeir að vísu hafi bætt
við hinni frumlútersku áherzlu á samvizkufrelsi og þó
einkum rannsóknarfrelsi, án þess, að því er ég veit til, að
gera nokkura verulega grein fyrir innra samhengi þess-
ara frelsistegunda, né grafast fyrir hitt, hvað í samvizku-
frelsi nútímamanns felst.
Hygg ég, að hér séu tekin fram aðalatriðin í frelsisboð-
skap kristinnar kirkju nú á dögum. Á því er enginn vafi,
að á vegum boðskaparins um frelsun undan synd, eða
endurlausn, sem það einnig hefir verið nefnt, hafa ótelj-
andi sálir látið knýjast til hærra stigs í sjálfsþekkingu og
sílogandi þrár eftir heilagleik, þrár eftir persónulegri
trúarreynslu um Guð sem Föður og eftir því að finna til
þess í einu og öllu að vera börn hans. Vegna þeirrar þi*ár
hafa þeir leitað og margir fundið — vafalaust allir, er
leituðu af drengilegri einlægni. Þeir hafa öðlast reynslu
um sálarfrið við barm hins himneska Föður síns í trúnni,
frið og gagntakandi gleði, barnshug gagnvart Föðurnum
og bróðurhug til náunga sinna. Sannarlega hafa dýpstu
uppsprettúr mannshjartans verið leystar úr læðingi í
mönnum þessum. — Síðan á seinni hluta 19. aldarinnar
hafa svo, sem sagt, »nýguðfræðingarnir« bætt við kröf-
um sínum um algert samvizkufrelsi, og hafa breytt því
samkvæmt í hinum svonefndu biblíurannsóknum og yfir-
leitt í afstöðunni gagnvart trúfræðilegum kenningararfl
Kirkjunnar. Hafa þeir með því haft talsverð áhrif á guð-
fræðilegar trúarhugmyndir kristinna manna almennt,