Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 22
Í06 KRISTUR Á VEGUM INDLANDS [Jörð
athygli að múghreyfingunni meðal lágstéttarinnar, af því
að þessi bók er frásaga um það, sem vaxið hefir upp inn-
an þeirra sviða, sem ég hefi starfað á. Starf mitt hefir
beinzt að hinni víðtæku hreyfingu í heimi hugsunarinnar,
sem frá er skýrt í bók þessari, fremur en að hreyfingunni
miklu meðal lágstéttanna. Þrátt fyrir augljósar hættur
og ágalla, sem hinni síðarnefndu fylgja, er ég innilega
gíaður og þakklátur fyrir hana, fyrir hana, sem felur í
•sér von hinna hljóðu miljóna til Krists. Og hversu sem
því sé stundum andmælt, þá er það víst að hreyfingu
þessari miðar hiklaust áfram. Eftir komu rnína til Ind-
lands aftur, sýndi vinur minn mér umsókn, sem var und-
irrituð fingraförum 18,000 lágstéttarmanna, sem óskuðu
inntöku í kristna kirkju.-----En ég hefi lagt áherzlu á
það, sem ég þekki bezt af eigin reynslu.
Enn vil eg segja nokkur orð um ástandið eins og það er
nú, er ég kem heim eftir tveggja ára burtveru, frá Ind-
landi. Indland er nú móttækilegra en þegar ég fór. Vakn-
ingaraldan í hugsunarinnar heimi breiðist yfir hljótt en
með sama afli. Eins og andrúmsloft Jarðar mettast raka,
þar til er hann fellur niður sem regn, þannig er líka hið
andlega andrúmsloft Indlands að mettast með hugsunum
Krists og hugsjónum og rétt að því komið, að þær falli til
jarðar og taki á sig kristið form og útlit. Hvenær þetta
verður, er,komið undir því, hve mikið af lunderni Krists
vér megnum að leggja fram. Það er eins og leiðtogi Arya
Samaj1) á Indlandi sagði við mig nýlega: »Allt er kom-
ið undir hinni kristnu kirkju«. Svo er.
Inngangur til skýringar á sjónarmiðinu.
Er Jesús hafði sent fyrstu flytjendur fagnaðarerindis-
ins í ferð á eigin spýtur, komu þeir aftur til hans og
sögðu honum frá, hvað þeir höfðu gjört og hvar þeir
höfðu kennt. Sá flytjandi fagnaðarerindisins, sem er höf-
]) Arya Samaj er helzta umbótastefna nú á dögum innan Hindúa-
trúarbragða. Er hún þjóðleg' mjög og hefir verið mjög andvíg
kirkju og kristimjými,