Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 151
Jörð] FÆÐINGARRÉTTUR HENNAR 225
upp hattinn sinn á bak við búðarborðið, en eigandinn,
maður að nafni Tauber, ávarpaði mig:
»Sæti, frú«, sagði hann. »Hvað má ég koma með?« Ég
settist samt ekki; og af því engin frammistöðustúlka var
fyrir hendi, gekk Tauber sjálfur til mín og spurði hvað
ég vildi. Ég horfði hræðslulega á hann. »Ég hefi enga pen-
inga, en vantar þig ekki eldabusku? Ég get soðið mat«.
»Mig vantar frammistöðustúlk'u«, sagði hann á kok-
ensku, og hann horfði á mig frá hvirfli til ilja. Ég held,
aö ég hafi aldrei séð græðgislegri fyrirlitningarsvip á
mannsandliti. Hann var líka ákaflega feitur maður og
fráhrindandi, hvar sem á hann var litið. »Sjáum nú til«,
sagði hann, »þegar hárið á þér vex, verður þú ekki ósnot-
ur; og þú hefir litla, fallega ökla«, bætti hann við og kleip
í eyrað á mér. Þá datt mér í hug ráð séra Mikes og ákvað
að fara eftir því. »Herra minn«, hrópaði ég, »er það á-
form þitt, að eiga mig?« Mikið var það, sem maðurinn
hló. »Þú ert þá svona skemmtileg«, sagði hann, »eiga þig!
ha — hvað? En þú ert ekki ólagleg. Þú ert vel vaxin og
hefir blómlegan hörundslit, en hversvegna klipptir þú af
þér hárið? Hefirðu verið veik?« Ég sagði honum, að ég
hefði handleggsbrotnað. Hann kinkaði kolli.
»Hvað þekkirðu til frammistöðu ?« Hélt hann áfram.
Ég vissi ekki hvað hann var að tala um, svo ég sagði hon-
um, að ég væri nýkomin frá írlandi. Þá kom glampi í aug-
un á honum. »Gott!« sagði hann. »Þú hænir þá hingað
írsku drengina, sem eru hér í grendinni. Rósa sýnir þér,
hvar þú átt að hengja utanyfirfötin þín. Ég skal greiða
þér 15 kr. á viku og þrjár góðar máltíðir á dag«.
Þetta lét dásamlega í eyrum mínum. Ég var að snúa
mér við, til að finna Rósu, þegar hann kallaði mig til sín,
og sagðist ekki enn vita, hvað ég héti. En ég var dálítið
vitrari þá, en daginn áður. Ég ákvað að leyna nafni mínu,
og taka mér annað, og svaraði, án þess að hika, »Mary
Donelly, herra«. Ég ákvað að Bridget O’Brien skildi vera
dauð um stund. »Jæja, Mary, farðu og fáðu þér góðan
morgunverð, og svo mun Rosie finna þér svuntu«.
Rosie var elskuleg. Hún var bezti vinurinn, sem ég hefi