Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 38
122
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
maninn varð hugsi nokkra stund, meðan hann gjörði sér
í huganum mynd af Kristi á vegum Indlands. — Hann sá
hann klæddan fötum Sadhúa, sitja við veginn og mann-
fjöldann umhverfis hann. Hann sá hann lækna hér
blinda menn, sem höfðu þreifað sig áfram til hans, leggja
hendur á höfuð fátækra, óhreinna, líkþrárra manna, sem
féllu honum til fóta, flytja særðum mönnum fagnaðarboð-
skapinn um ríkið. Hann sá hann skjögra harmi lostinn
upp einmanalega hæð og deyja fyrir mennina á krossi
hjá alfaravegi, rísa upp sigrandi og ganga svo aftur sama
veginn. Hann sneri sér skjótlega að vini mínum og sagði
alvarlega: »Ég gæti elskað og fylgt Kristi hins indverska
vegar«.
I hverju er munur á Kristi á vegum Indlands og Kristi
á vegum Galíleu? í alls engu.
Kristur er í þann veginn að verða vel þekktur á vegum
Indlands. Hann er í þann veginn að öðlast þegnrétt þar.
Á vegum indverskrar hugsunar mætum vér honum aftur
og aftur, á þjóðvegum indverskrar elsku kennum vér un-
aðslegrar návistar hans. Á vegum ákvarðana og fram-
kvæmda í Indlandi er Kristur að öðlast myndugleika og
drottinvald. Rödd Indlands er farin að segja með skáldinu
Witthíer:
Vér snertum kirtilklæði hans
við kvöl, er þjáir líf,
og ljúfa höndin lausnarans
allt læknar sorgarkíf.
ÞAKKIR.
HÖFUNDUR hinnar ágætu bókar 'iChrist of the Indian Road«
(»Kristur á vegum Indlainds«), dr. E. Stanley Jones, sem í skjótri
svipan varð heimsfrægur af henni fyrir fáum árum, hefir sýnt oss
það traust að samþykkja fyrir sitt leyti, að séra Halldór Kolbeins
þýði bókina, en vér birtum. Sama hefir útgefandi hans, Abingdon
Press í New York, gert og af gúðfýsi sinni sleppt öllu tilkalli til
þóknunar fyrir samþykkið. Fyrir þetta vottast báðum hér méð
alúðarfyllstu þakkir.