Jörð - 01.12.1931, Page 31
Jcirð] KRISTUR A VEGUM INDLANDS 115
á Filippseyjum. Nokkur hundruð þessara rómversk-
kaþólsku stúdenta játuðu sinnaskifti. En mitt í annríki
fundanna kom mín gamla bilun enn í ljós. Ég fékk
nokkur aðsvif. Ég hélt áfram til Indlands og ský var yfir
mér, sem alltaf varð dimmra og dimmra. Hingað var ég
nú kominn til þess að hefja nýja röð starfsára, í þessu
erfiða loftslagi, og ég var í upphafi farinn að heilsu. Ég
fór rakleiðis upp í fjalllendið. Og þegar ég kom í annað
sinn niður á láglendið skildist mér, að ég var ekki starf-
hæfur lengur, kraftar mínir voru komnir að þrotum, ég
var gjörsamlega farinn að heilsu. Hér stóð ég nú and-
spænis þessari köllun og þessari skyldu og þó gjörsam-
lega ófær til starfsins á alla lund.
Mér skildist það, að fengi ég ekki hjálp einhverstaðar
frá, yrði ég að hætta við lífsstarfið, trúboðið, fara heim
til Ameríku og fara að vinna á bóndabæ til þess að reyna
að öðlast aftur heilsuna. Nú var einhver sú dimmasta
stund æfi minnar. Um þetta leyti var ég á samkomu
einni í Lúcknow. Er ég baðst þar fyrir í hljóði og var ekki
séi’staklega að hugsa um sjálfan mig, virtist mér
rödd segja: »Ert þú sjálfur reiðubúinn til þessa starfs,
sem ég hefi kallað þig til?« Ég svaraði: »Nei, herra. Það
er úti um mig. Ég er ekki lengur fær til neins«. Röddin
svaraði: »Ef þú vilt fela þetta mér á vald og engar
áhyggjur hafa af því, þá skal ég annast um það«. Ég
svaraði fljótt: »Drottinn, þá fel ég þér allt, þegar í stað«.
—. Djúpur friður spratt upp í hjarta mínu og gagntók
mig. Ég vissi að sporið var stigið. Líf, — gnægðir lífs
höfðu tekið mig á vald sitt. Ég var svo frá mér num-
inn, að ég snerti naumast veginn, er ég gekk hljóðlega
heim það kvöld. Hver þumlungur var heilög jörð. Dögum
saman eftir þetta vissi ég tæplega, að ég væri í líkama.
Dagarnir liðu. Ég vann allan daginn og langt fram á nótt
og þegar loksins kom háttatími, gat ég ekki skilið það,
hversvegna í ósköpunum ég ætti nokkurntíman að ganga
til hvíldar, því að ég fann ekki vitund til þreytu af nei'nni
tegund. Ég virtist gagntekinn af lífi og friði og hvíld, —
gagntekinn af Kristi sjálfum.