Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 156
230 FRÆÐSLUKERFI ISLANDS [Jörð
skólar, sem eru að rísa upp hér og þar í landinu allrasíð-
ustu árin.
Hið eina verulega, er íslenzka þjóðin hefir, enn sem
komið er, lagt sjálfstætt til í fræðslumálum þjóðanna, er
heimafrxðslan. Fyrst og fremst heimafræðsla barna, sem
nú orðið eru þó leifar einar, vanhirtar. í öðru lagi »kvöld-
vökurnar« svonefndu og ákveðin menntaviðleitni alþýðu-
manna, helzt í bændastétt, og verður alls við að gæta að
sá göfugi neisti kulni ekki alveg út, heldur hljóti einmitt
æ víðtækari og betri skilyrði til að glæðast og þróast í
samræmi við breytingar tímanna. Við þessa vígðu taug t
íslenzku þjóðlífi verður fræðslukerfi framtíðarinnar að
hafa samband. Getur jafnvel til mála komið, eins og
væntanlega verður vikið lítið eitt nánar að seinna í
»Jörð«, að endurlífga að einhverju leyti fölskvandi glæð-
ur hins fyrtalda atriðis, heimafræðslu barna. »Hollt es
heima hvat«.
I' fræðslumálum höfum vér fram að þessu »dependerað
af þeim dönsku«, eins og áhugasamur höfðingsmaður réði
þjóðinni fyrir löngu, til að gera í hvívetna; á þeirri tíð,
er ervitt var að vita betur. Nú er öldin önnur. Nú er oss
ekki einungis skylt að hugsa og reyna fyrir oss sjálfir,
heldur eru ástæður vissulega slíkar, að alþjóðamenning-
unni er þörf á, að vér drögum oss ekki í hlé af ótta við að
mistakast, verða sér til minnkunar og miska, — eins og
þjónninn alkunni, sem gróf pundið í jörð. Veita meigum
vér víst »þá stoð, er hönd veitir fæti«.
1 fræðslumálum höfum vér fram að þessu vissulega
farið með grunnfærni eftir erlendum fyrirmyndum, sem
jafn vissulega eru nú orðnar úreltar. .Eðlileg var sú
grunnfærni — þroskasaga almennra skólamála með oss
er ekki löng orðin ennþá. En nú. er oss sannarlega í þann
veginn að verða óeðlilegt að stæla útlönd hugsunarlítið,
og þó helzt aðferðir í jafnmikilsvarðandi málum, sem all-
staðar eru að verða úreltar.
A L M E N N A skólasögu treystum vér oss ekki til að
rekja; ekki einu sinni í stuttu ágripi. En hitt hyggjum