Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 121
Jörð]
TÍDÆGRA
195
hann neitað sér um borðdúka til skiftanna; fór síðan
ofan í garð, að segja hinum kæra gesti, að þetta litla, sem
hann gæti boðið, væri nú framsett. Frúin fylgdist þá
með honum ásamt vinkonu sinni; og settust þær að snæð-
ingi, án þess að renna grun í, hvers þær neyttu. En hvað
Federígó snerti, þá var eins og hann væri dálítið upp með
sér yfir veitingunum.
Að máltíðinni lokinni var rætt um sitt hvað, sem í huga
kom; og loks kom að því, að frú Gíóvanna herti upp hug-
ann og bar upp hið raunverulega erindi sitt. Tók hún svo
til máls í lágum rómi: »Federígó! Þegar þú minnist fyrri
daga og hugsar út í heiðarleik minn, sem þú hefir víst
stundum lagt út sem kulda og kæruleysi, þá. er ég ekki í
efa um, að þú verður steinhissa á dirfsku minni, er ég
nú fer að segja þér, hvert er hið sanna erindi mitt hingað
í dag. Værir þú faðir, þá myndir þú eiga hægra með að
skilja, hvað ástin til barnanna getur leitt foreldra til. En
nú áttu því miður engin börn — en ég, sem er móðir,
hlýt að láta undan þeim tilfinningum, sem allar mæður
lúta. Vegna þessa neyðist ég til, hað sem öllu velsæmi líð-
ur, að biðja þig um nokkuð, sem þér er kært og það ekki
að ástæðulausu; því örlögin hafa orðið til að svifta þig
allri annari ánægju í lífinu. Ég bið þig um haukinn þinn,
sem son minn langar svo ákaft til að eignast, að ég er
mjög hrædd um, að honum versni og að hann deyi jafn-
vel, ef að ég færi honum hann ekki núna. Þess vegna bið
'ég þig — ekki í nafni ástar þinnar til mín, því að hún
skuldbindur þig ekki að neinu leyti; — heldur í trausti
göfugmennsku þinnar og óbilugs höfðingsskapar; —
þess vegna bið ég þig að gefa mér haukinn, svo að ég
geti sagt með sanni, að drengskap þínum eigi ég að þakka
‘líf sonar míns, og geti þannig varðveitt þig í óafmáan-
legri þakklætisendurminningu«.
Federígó kom um stund engu orði upp, er hann heyrði
erindi frú Gíóvönnu og honum varð ljóst, að nú hafði
hann fyrirgert tækifæri, til þess að gera greiða konu
þeirri, sem hann elskaði út af lífinu — líklega eina tæki-
færi ævinnar. Djúpt andvarp leið frá brjósti hans, en