Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 188
262
ANDKEA DELFIN
[Jörð
brjósti«, sagði herbergisþernan. »Að síkinu snúa örfáir
gluggar, og enginn á í þá neitt erindi á þessum tíma
dags. Yðar megin er nú ekkert nema grjótveggurinn. En
nú skal ég segja yður nokkuð; skreppið þér bara hingað
yfirum; þá færi alténd svolítið notalegar um okukr á
meðan við röbbuðum saman yfir glasi af góðu múskat-
víni frá Samos.1) Ég er líka viss um að taugar mínar
mundu færast svolítið í lag við »einn slag«, eftir kinn-
hesta greifynjunnar«.
»Ekkert hefði ég á móti því«, sagði hann, »en fólk tæki
eftir því, að húsmóðir mín mundi naumast hleypa mér
inn aftur um miðja nótt«.
»En það bull«, sagði stúlkan og skellti upp úr. »Ekki
detta okkur í hug slíkir krókavegir. Ég er hérna með fjöl,
sem er tilvalin brú. Það sem er hægt að ná saman hönd-
um yfir síkið! Hví skyldi ekki vera hægt að teygja fótinn
yfir það? Eða kannske yður sé svimagjarnt?«
»Nei, fagra vina. Eftir andartak er ég reiðubúinn«.
Andrea slökkti ljósið, læsti dyrunum að herbergi sínu,
hlustaði hvort íbúar hússins mundu sofnaðir og gekk svo
al'tur að glugganum. Það var engu líkara en að Smerald-
ína hefði byggt svona brú fyr; því að ekki stóð á henni,
er Andrea kom að glugganum og fáeinum augnablikum
síðar lá brúin skorðuð á gluggakistunum, mátulega breið
til að bera mann. Hún stóð hinu megin og benti honum
gáskafull. í snatri steig hann upp í giuggakistuna, steig
út á fjölina, leit djarflega niður fyrir sig og var svo í
einu rólegu skrefi kominn að glugganum hinu megin.
Þegar hann stökk ofan á gólf, dró hún úr fallinu með
faðmi sínum og straukst kinn hans við varir hennar. En
hann kaus að sýnast feiminn, og lét eins og hann teldi
vinkonu sína innan vébanda hæversku; og var sem það
kæmi svolítið flatt upp á hana. Fjölin var tekin inn, en
vínið og spilin fram og borð sett út við opinn gluggann.
Við það settist þessi kynlegi tvímenningur til trúnaðar-
viðræðu. Stúlkan var ennþá með vefjarhöttinn á höfðinu,
i) Eyja í Grikklandshafi.