Jörð - 01.12.1931, Page 111
Jörð]
HUGREKKI BARNA
185
fara að vera einn að neinu. Og það mun læra að líta svo
á, að lífið sé alltof varasamt og venjast á að leita ávallt
undanbragða. Barnið mun að vísu ekki gefa frá sér bar-
áttuna, en það mun berjast á gagnslausan hátt; án hug-
rekkis.1)
HALTU barninu frá öðrum börnum; og því mun
aldrei lærast að vera með öðru fólki. Vinátta og sam-
vinna mun verða utan við lífsreynslu þess manns. Hann
mun aldrei kunna við sig í félagsskap. Og gagnvart við-
fangsefnum lífsins verður hann ósjálfbjarga. Öll við-
fangsefni þess eru samfélagsmál, og verða ekki leyst af
hendi nema á grundvelli áhugans fyrir öðrum. Þetta er
undantekningarlaust. Ef að vér höfum ekki verið alin upp
tii að hjálpa öðrum og þiggja þeirra hjálp eftir ástæðum,
þá mun oss reynast ókleyft að ná árangri í lífinu. Glöggt
dæmi er hjónabandið. — Það er mikið undir því komið að
átta sig á, að þó að nokljurt félagslyndi sé e. t. v. vöggu-
gjöf hvers manns, þá er það einungis sem efni til rækt-
unar, þroskunar. Og gáfu þessari má hnekkja til óbóta
á barnsaldri. öll seinni mistök lánlítilla manna má rekja
til þess konar hnekkingar.
En nú dettur oss ekki í hug að óska, að bömin okkar
verði lánlítil. Þess vegna skulum við halda áfram hugleið-
ingunni og draga af henni ályktanir um, hversu skuli
uppeldi haga til þess, að börn vor verði nýtir og giftu-
drjúgir menn með eðlilega ábyrgðartilfinningu. Skulum
vér þá fyrst af öllu átta oss dálítið betur á, hvað hér er
átt við með orðinu Jmgrekki.
Raunverulegt hugrekki er ævinlega að gagni; það hug-
rekki til að horfast í augu og fást við hin venjulegu við-
fangsefni lífsins. Það er ekki sama sem hetjudómur, þó
að hann sé kannske einungis venjulegt hugrekki, sem
beitt er gagnvart óvenjulegum, örðugum kringumstæðum.
Ef að maður lifði svo lífinu, að hugrekki hans bilaði
i) Oss virðist, sem dr. Adler noti orðið »hugrekki< á líkan hátt og
vér notum annars orðið »trú«. Ritstj.
13