Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 22

Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 22
20 L E I F T U R Þetta sama kveld var Guðmundur bóndi í Merkinesi á ieið úr Grindavík af sáttafundi. En þá voru Hafnir og Grindavík sama sáttaumdæmi, og voru það fram yfir síðustu aldamót. Þegar Guðmundur kom niður fyrir Hauksvörðugjá, en svo heitir gjá, sem er mitt á milli Húsatófta í Grindavík og Kalmannstjarnar, sá hann á veginum fram undan sér eldglæringar eða eldhnött, er fór í sneiðingum eða silt á hvað eftir veginum, en al- drei beint átram. Þegar þetta kom á móts við Guð- mund stanzar það. Þá ávarpar Guðmundur það og spyr: »Hvað ertu, eða hver ertu, eða getur þú talað?« »Já«. »Hvaðan kemur þú?« »Frá Merkinesi«. »Hvert ætlar þú að halda?« »Austur að Skála undir Eyjafjöllum«. »Hvert erindi er þangað?« »Brenna þar bæinn«. »Áttir þú nokkuð að finna mig?« »Nei!« »Far þú þá til helvítis«. Síðan fór hver sína leið, og hnötturinn þaut áfram veginn með miklum hraða. Um fótaferðatíma næsta morgun er eg vakinn og sagt að Guðmundur á Merkinesi sé kominn og vilji finna mig. Lét eg vísa honum inn til mín. Tók hann sér sæti við rúm mitt, og lauk þar erindum sínum. En eigi taka þau til þessa máls. Eftir stundarþögn, að er- indi loknu, mælti Guðmundur: v »Það bar undarlega sýn fyrir mig i gærkveldi. Eg sá eldhnött koma veltandi hérna neðan úr Höfnunum«. Svo sagði hann mér frá því, sem þegar er i'ram tekið. Guðmundur á Merkinesi var einn hinn mesti herði- maður og fullhugi, sem eg hefi þekt. Sagði eg honum þá frá því, hvað fyrir okkur félaga hafði horið skömmu fyrr um kveldið. Þólti okkur það bera einkennilega saman.

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.