Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 31

Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 31
L E I F T U R 29 Fariö lij;í Borg á Mýrnm. Sögn prófastsfrúar Jakobínu H. Sigurgeirsdóttur á Borg, sona liennar, Egils og Porláks, Hallgríms bónda Níelssonar á Grímsstööum og íleiri. Sunnudaginn 2. ágúst 1908 hafði Einar skáld Hjör- leifsson birt, að hann hefði upplestur í Borgarnesi kl. 5 e. m. Nóttina áður gisti hann á Grimsstöðum á Mýrum. Um hádegisbilið sama dag var prófastsfrúin á Borg uppi á lofti heima hjá sér ásamt þrem stúlkum. Sjá þær þá út um gluggana nokkra menn koma riðandi eftir þjóðveginum. Biðu þeir fyrir neðan bæinn í stefnu til Borgarness. Meðal annara þekkja þær glögglega Hallgrím bónda Nielsson á Grímsstöðum á Bleik sín- um. Fór hann sem snöggvast af baki rétt hjá kirkju- horninu. En kirkjan á Borg stendur beint niður undan iveruhúsinu þar, og liggur þjóðvegurinn meðfram austurgatli hennar. Þær fóru svo að lala um, að þarna i för myndi vera Einar skáld Hjörleifsson á leið til Borgarness á upp- lesturinn. Skildu þær ekkert í þvi, hve tímanlega hann væri á ferðinni. Þeir Egill og Þorlákur, synir Einars prófasts Friðgeirssonar á Borg, sátu þá niðri í stofunni. Frúin gekk þá niður til sona sinna og spurði þá, hvað þeir hefðu þekt af fólkinu, sem fram hjá reið. Þeir sögðu að Einar Hjörleifsson væri þar á ferð og fólk á upplesturinn. Hefði það verið Hallgrímur í Grímsstöð- um á Bleik sinum, er farið hefði af baki hjá kirkjunni. Það voru 0 menn er sáu þetta. Frá þeim og til þess staðar, sem Hallgrímur fór af baki, eru um 32 metrar. Veður var bjart og því gott skygni. Þeir sáu allir þegar bópurinn reið áfram og hvarf niður af leiti skamt norðan við túnið. Bétt á eftir kom Bjarnþór bóndi Bjarnason neðan úr Borgarnesi. Hann var þegar spurður, hyerjir hefðu verið í fylgd með þeim Hallgrími á Grimsstöðum og

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.