Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 18

Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 18
16 L E I F T U R jarðsyngja barnið seinna í vikunni. Taldi eg hann þá á, að láta jarða það með liki Þórarins heitins, því eg vissi að hann hafði verið stakur barnavinur i lifinu. Fór það og í sömu gröf og hann á þeim stað, er Guðrún sá litla Ijósið liera yfir, er var lil hliðar við hið stóra. Nokkrum dögum eflir jarðarför þessa vitjaði eg móður barnsins (Bjargar Asgrimsdóitur að nafni). Sagði hún mér þá frá einkennilegri draumsýn er fyrir hana hafði borið, skömmu áður en liún ól barnið. Það bar til litlu fyrir hádegisbilið 21. febr. að mikill svefn sótli á hana venju fremur. Lagði hún sig þá út af á legu- bekk undir glugga á austurhlið hússins hennar. Varla var henni horfið minni, er hún þóttist lita út um gluggann suður til kirkjunnar, sem veit rétt við og er örfáa faðma frá húsi hennar. Sér hún þá geislavöndu tvo stafa út um kirkjugluggann að sunnanverðu, og teigja sig í áttina að Desjarmýri. Þóltisl hún sjá að þeir stöfuðu l'rá tveimur ljósum eða Ijósgjöfum i kirkjunni sjálfri, öðrum stærri, en öðrum minni. Hún lá þá á sæng, er barnið hennar var jarðað, en gat að eins litið út um gluggann, er farið var með kisturnar frá kirkjunni. Sá hún þá að farið var með þær ná- kvæmlega sömu leið og geislavendirnir höfðu lilvisað í draumsjóninni. Fanst henni það einskonar hugfróun í söknuði sinum, er hún horfði á eftir líki andvana barnsins sins er það hvarf burtu frá henni, eftir þessari áður lýstu ljóssins braut. Leiöarljósiö. Sögn Níelsar Guönasonar á Valshamri á Mýrum. Árið 1913, hinn 29. ágúst, vorum við á Valshamri á Mýrum að flytja votaband þá um daginn. Um kl. 11 að kveldinu var hestunum slept. Voru þeir látnir fara norður fyrir túnið og hleypt út á braut, se.n lá þar vestur i Holtin.

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.