Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 23

Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 23
L E I F T U R 21 Saga okkar allra breiddist lljótt út, og biðu menn með óþreyju eftir fréttum að austan. Leið svo nokkur tími, að ekkert fréttist, unz vermenn komu undan Eyja- fjöllum. Höfðu þeir þær fréttir að flytja, að í vökulok, hið sama kveld og við sáum sýnina, hefði verið barið liögg á bæjarhurðina á Skála undir Eyjafjöllum. Var það með þeim undrakrafti að bæjarhurðin fór mélinu smærra, og brotin þeyltust inn í göng. Einar hét bóndi á Skála. flann var mikilmenni og ódeigur. Einar mælti, er höggið reið á: »Þelta mun vilja finna mig«. Iílæddist hann skjólt, þvi að hann var nýháttaður. Gekk hann svo út, en sagði áður til heima- manna: »Þið skuluð sofa og ekkert um mig forvitnast. Eg mun skila mér aftur«. Var því hlýtt. Eigi er þess getið hve rólt menn sváfu um nóttina, en hins er við- getið að engir veittu Einari eftirför, eða gerðu sig fróð- ari um það, hvað hann sýslaði þessa nótt. Litlu fyrir dægramót kom Einar bóndi inn. llátlaði hann þegar og sofnaði skjótt. Þá er nokkuð lýsti af degi, sáu heimamenn, að smiðjan hafði brunnið um nóttina. Fundu þeir til þess enga orsök, því að nokkuð var frá því liðið að eldur hafði verið kveyktur þar. Legar kona Einars vissi um smiðjubrunann, fór hún inn og vakti bónda sinn og sagði honum tiðindin. »Ekki kalla eg þetta mikil tíðindi«, mælti Einar. »Eg held að meira hafi slaðið til, en eg vona að þeir komi ekki að tómum kofum hér«. Sofnaði hann svo væran aftur og svaf vel út. Þeir, Einar á Skála og Guðni Ólafsson á Merkinesi, feldu hugi til sömu stúlku, Kristínar að nafni. Sagt var að báðir þeir bæðu hennar, en svo fóru leikar, að Guðni varð hlutskarpari, og giftist hann Kristínu. lleiddist Einar þessu mjög og' var þá talað að hann hefði í heitingum við Guðna, og sagt að hann myndi hefna sin þó seinna yrði. Rétt eftir að Guðni giftist, varð hann einhvers ónota var, sem hann skildi þó ekki. En þetta, hvað svo sem u.

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.