Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 19
L E I F T U R
17
Klukkan tvö, þá um nóttina, tók konan mín létta-
sótt. Eg fór þegar að leita hesta til að sækja ljósmóður-
ina. Gekk eg norður fyrir túnið og var á báðum áttum,
hvort heldur skyldi leita hestanna vestur í Holtin eða
norður með Urriðaánni. Koldimt var. Loft var kafþykt,
og það gekk á með krapaskúrum. Eg óttaðist þvi mjög,
að mér yrði mikil leit úr hestunum. En vegna ástæc^- a1
anna var eg í sárustu öngum mínum. Eg réð þó af að
leita vestur Holtin. Þegar eg var að leggja á stað í þá
átt, sá eg Ijósbirtu norður með ánni, um 600—700 m.
frá mér. Ljósið var að lit og birtu líkast rafmagnsljósi.
Geislinn var um 3—4 m. á lengd og lá þvert fyrir
mér. Varaði sjm þessi um 5—10 sek. Rétt við geislann,
min megin við hann, sá eg glögglega að tveir hestar
stóðu þar saman. Hljóp eg þegar út í myrkrið og á
þenna sama stað. Þar rak eg mig á tvo hesta, er stóðn
hlið við hlið, og voru það hestarnir, sem eg ætlaði að
hafa til ferðarinnar og þurfti nauðsynlega að finna.
Þelta var því einkennilegra, er hestar þessir héldu al-
drei saman.
Ljósmóðirin átti heima í Sjrðra-Hraundal. Lá vegur-
inn þangað fram hjá Grímsstöðum. Þegar eg kom á
melana, austan við Grímsstaðatúnið, var hesturinn, sem
eg teymdi, fram með hægri hlið á hestinum, sem eg
reið. En þá bar svo við, að framan til við hestinn, sem
fram með hljóp, sá eg glögglega Indriða lndriðason.
Brjóstmynd hans bar upp fyrir hestmakkann. Skærri
birtu sló í kringum Indriða, svo að eg sá hann mjög
berlega. Indriði var þá dáinn fyrir réttu ári síðan.
Heitmey hans, er deyði á undan honum, var Jóna El-
isabet, alsystir min, en systkinabarn við konu mina.
Þess má einnig geta að Indriði hafði verið mjög
hjálpfús, og hestamaður hinn mesti.