Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 43
L E I F T U R
41
Viövöranarsöngur.
Pjóðsagnir Odds Björnssonar bls. 90.
Eftir sögn og handriti Sigurðar Bjarnasonar bónda á Snæbjarn-
arstöðum í Fnjóskadal, nú á Garðsá í Kaupangssveit, 1908.
Fjórtánda dag febrúarmánaðar 1905 fór eg að heiman
eitthvað út í Fnjóskadal, og á heimleiðinni um kveldið
kom eg að Reykjum, sem er fremsti bær við mynnið
á Bleiksmj'rardal, vestanmegin Fnjóskár. Eg þurfti
oustur yfir ána, til þess að komast heim til mín, og
spurði því beitarhúsamanninn frá Reykjum, sem kom
fram með ánni, hvort eg mundi geta komist yfir hana
á is. Hann kvað þrjár spengur vera á ánni; eina þar
skamt fyrir framan, undan Reykjaldifi, aðra undan
Lambanesi fyrir utan Tungu, sem er bær austan árinnar,
en þó nokkuð framar en Reykir, og þriðju spöngina
kvað hann vera sunnan við Reykjaselið, sem er beint
á móti Tungu. Nú held eg leiðar minnar og kem að
spönginni undan ldifinu; áin rann þar ofan á ísnum,
svo að eg komst ekki yfir um, og hélt því fram með
ánni og ætlaði að komast yfir á spönginni við Lamba-
nes. Þegar eg kom að henni, sýndist mér hún mjög
óálilleg. Eg nam staðar lílið eitt, til þess að athuga,
hvar bezt væri að komast yfir. Þá heyrði eg glögt að
sungið var rétt hjá mér, og heyrðist mér söngurinn
koma neðan úr vatninu; heyrði eg þegar, hvað sungið
var, en það var vers úr sálminum »Alt eins og blómstrið
eina«, þelta: »Eg veit minn ljúfur lifircc. Það var sungið
skýrt og hægt til enda, átakanlega raunalega og alvar-
lega. Eg varð mjög hissa á þessu, virtist þetta vera
merkilegur fyrirburður, því að eg var alveg viss um,
að enginn maður var þar nálægur, og misheyrn gat
það ekki heldur verið, því að eg heyrði það glögt og skil-
merkilega sungið með vanalegu lagi. Síðan snéri eg frá
ánni og komst yfir hana sunnan við Reykjaselið og
fór sem leið liggur austur yfir Tunguháls og heim til min.