Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 5

Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 5
Imigangur. Þótt eg hafi tekið að mér ritstjórn á tímariti þessu, dylst mér eigi, hve miklum erfiðleikum það er bundið að safna þjóðsögnum, og eigi sízt dulrænum nýjum sögnum, sem verða mun aðalstefna ritsins, og velja svo úr að viðunandi sé. Eg hafði allmikið hugsað um að safna einungis nýj- um dulrænum sögnum, en fara ekkert út á þjóðsagna- sviðið, og efna til sérstakrar bókar, er efninu væri flokkað niður i. Fljótt sá eg þó, að ástæður leyfðu það eigi, jwí að stofna til slíkrar bókar kostar að jafnaði mörgum sinnum meira en að þýða eða rita frá sjálfum sér. Það er margt, sem komið getur til greina. Oft má víða fara og hlusta á íjölda af sögnum, án þess þó að finna nema örfáar sagnir, sem vert er að hirða. Stund- um eru þær i sjálfu sér lítils eða einskis virði, eða þá að allar heimildir vantar. Yerra er þó, að oft gengur svo með þær sagnir, er æskilegast væri að birta, að sögumaður veitir enga heimild til þess. Mega þetta telj- ast jafnmestu erfiðleikarnir, því að oft eru það kynleg- ustu og kjarnmestu sagnirnar. Sögumaður vill einungis þjdja og þylja til að heyra álit á sögnunum. Þá er það og margoft að sleppa verður sögunum vegna einhverra annara, sem eigi næst í til að fá leyfi hjá til birtingar, eða þá nauðsynlegar heimildir. Einkum ber þetta við þegar um svipsýnir og ýmsar þær sagnir er að ræða, sem trú og skáldgáfa þjóðarinnar þyrfti eigi langan tíma til að gera að kjarngóðum draugasögum. Og svo kemur loks að þvi, að þær sagnir, sem ákvarðað er að laka, heimta oft ferðalög og miklar bréfaskriftir, svo að þær fáist sem sannastar og með sem beztum heim- ildum. 1*

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.