Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 41

Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 41
L E I F T U R 39 var: »Á vordagsmorgni gekk eg göng í lundi«. Vakti eg þá stúlku, er svaf í rúmi á móti mér. Spurði eg hana, hvernig stæði á þessum söng. En hún kvaðst engan söng heyra. Fór hún þá út að glugganum og hlustaði, en það fór á sömu leið. Engu að síður heyrði eg söng- inn þó stöðugt. Var sama lagið nokkrum sinnum end- urtekið. Loksins dró hægt úr röddinni, og var eins og hún dæi út í fjarska. Þegar þetta har við, var eg hitalaus, glaðvakandi og með ljósri og glöggri hugsun; enda hafði eg aldrei haft óráð í legunni. „Líliö er liorliö, hún er oröin nár44. Sögn Níels bónda Guðnasonar á Valshamri. Á nýársdag 1909 var eg við messu í Alftártungukirkju. Söngfólkið og hljóðfærið var að norðanverðu í kirkj- unni, innan til við hana miðja. Þegar byrjað var að syngja annan sálminn, heyrði eg glögglega að byi’jað var einnig að syngja með skærri kvenrödd að sunnan- verðu við altarið. Var það annað lag og annar sálmur. Lagið var liksöngslag og sálmurinn byrjaði á þessum orðum: »Lífið er horfið, hún er orðin nár«. Lengur heyrðust ekki svo orðaskil að eg gæti numið. En þessi söngur hélt áfram meðan sálmurinn, er söngfólkið söng, var sunginn. Eg sat að sunnanverðu, framanvert gegnt grátunum. Þeim megin sátu einungis karlmenn. Veitti eg því nána eftirtekt að þar söng enginn, er sýnilegt var, enda ekki venja, að þeim megin i kirkjunni væri sungið. Eg varð þegar mjög hræddur við þelta. Áleit það geigvænlegan fyrirboða einhvers, er mér væri hulið. Samt óttaðist eg helzt að það boðaði feigð móður minnar, Guðnýjar Níelsdóttur, sem þá var mjög lasin. Eg sagði henni þó eigi frá þessu, en sagði Ilelga Hall-

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.