Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 7

Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 7
L E I F T U R o »þótt náttúran sé lamin með lurk leilar hún út um síðir«. Þannig hefir þvi farið með dulrænu efnin. At- huganir á þeim fara nú mjög vaxandi um hinn menl- aða heim. Fjöldi af skynsömum mentamönnum og visindamönnum hika nú ekkert við að ræða þau mál eins og hvert annað efni, sem rannsaka þarf. En nú koma þjóðsagnirnar fram í mildari og hlýrri búningi en áður fyr. Nú vekja þær eigi lengur hræðslu og ó- hug, heldur jafnvel hið gagnstæða, og er það vel farið. Þrátt fyrir þetta hafa þó gömlu dulrænu þjóðsagnirnar sitl milda gildi alt frá þvi að sögur hófust. Fjöldinn af þeim er lika vel sldljanlegur, þegar þátirna rudda- skapar- og vanþekkingarskurn er utan af þeim hrotið. Margar þær sagnir mega þvi ekki líða undir lok. Yerða því ýmsar þeirra smátt og smátt birtar i riti þessu, og það engu síður, þótl þær hafi lilið annað til sins ágætis en frásagnarsnild eða þá skáldskapargildi. Hið sama er og að segja, þólt sagnirnar kunni að hafa erlendan uppruna, ef búningur þeirra er með öllu íslenzkur orðinn. Fyrir nýrri sögnum verða færðar þær heimildir sem unt er. En þar sem þess er enginn kostur, en áslæða virðist þó að ílytja þær, einhverra hluta vegna, verða þær taldar sem lausasagnir. En þess ber að gæta, að enn sem komið er verður fæst af sögnunum hægl að vottfesta eða veila þeim fult sönnunargildi, þólt kunnugir viti að þær séu sagðar eins satt og rétt og viðkomanda virtust þær bera fyrir sig. Að svo slöddu getur það eigi orðið tilgangur ritsins að reyna að koma með visindalegar sannanir, er haíi jafnt gildi út á við sem inn á við. Markmiðið er að skemta, og svo að vekja áhuga og athygli manna á þvi að reyna að at- huga sitt eigið sálarlíf og svo annara. Ef þelta tækist, myndi það stuðla lil þess, að framvegis sjái menn, hve mikið gildi það hefir, fyrir sálarfræðina, að öll mikil- væg dulræn fyrirhrigði verði þegar skrásett, sem ná- kvæmast og réttast, og votlfest eftir föngum. Hjá öllum þjóðum hefir draumatrú verið mjög ríkj-

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.